Hermesarstafurinn
Útlit
(Endurbeint frá Caduceus)
- Varast ber að rugla Hermesarstafnum saman við Asklepiosarstafinn og öfugt.
Hermesarstafurinn[1] eða Merkúrsstafurinn (líka Hermesarsproti og slönguvölur[2]; gríska: κηρύκειον kerykeion; latína: caduceus) er gylltur stafur eða sproti sem tvær slöngur hlykkjast um og er vængjaður efst.[3] Guðinn Hermes er oft sýndur í höggmynda- og myndlist með Hermesarstafinn í vinstri hendi, en Hermes var sálnaleiðir (Ψυχαγωγός psýkagógos) og verndarguð kaupmanna, þjófa, lygara og fjárhættuspilara.
Hermesarstafurinn er tákn plánetunnar Merkúrs með kristnum krossi sem var bætt við táknið á miðöldum: .[4][5] Á Íslandi er Hermesarstafurinn tákn Verzlunarskóla Íslands, enda Hermes (Merkúríus) guð verslunar.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Ágúst Bjarnason (1910). „Siðspeki Epiktets“. Skírnir. 84: 26.
- ↑ Paul de Saint-Victor (1886). „Gerðir menn til Kaligúlu“. Iðunn. 4 (5–6): 366.
- ↑ Jón Gunnar Þorsteinsson (10.1.2008). „Hvers vegna er snákur notaður sem tákn læknisfræðinnar?“. Vísindavefurinn.
- ↑ Duncan, John Charles (1946). Astronomy: A Textbook. Harper & Brothers. bls. 125.
- ↑ Jones, Alexander (1999). Astronomical papyri from Oxyrhynchus. American Philosophical Society. bls. 62–63. ISBN 9780871692337. Afrit af uppruna á 11. apríl 2023. Sótt 19. mars 2023.