Broddanes
Útlit
Broddanes | |
---|---|
Land | Ísland |
Hnit | 65°35′38″N 21°17′48″V / 65.5939°N 21.2967°V |
breyta upplýsingum |
Broddanes er bær sem stendur á samnefndu nesi við sunnanverðan Kollafjörð á Ströndum. Þar er þríbýli og auk þess eru á jörðinni gamalt íbúðarhús sem nýtt er sem sumarbústaður og Broddanesskóli sem var grunnskóli og var starfræktur á árunum 1978-2004. Broddanes var þekkt hlunnindajörð fyrr á öldum og var sagt að þar væru öll hugsanleg hlunnindi fyrir utan laxveiði. Úti fyrir landinu er Broddanesey, þar er lundi. Jörðin heitir eftir Broddunum, sem eru klettar á nesinu milli Kollafjarðar og Bitrufjarðar.
Rithöfundurinn Guðbjörg Jónsdóttir bjó á Broddanesi, hún er þekkt fyrir þjóðlífslýsingar frá 19. öld í bókunum Gamlar glæður, Minningar og Við sólarlag en þá síðastnefndu las hún fyrir eftir að hún varð blind.