Fara í innihald

A Star Is Born (kvikmynd frá 2018)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
A Star Is Born
Veggspjald kvikmyndarinnar
LeikstjóriBradley Cooper
Handritshöfundur
  • Eric Roth
  • Bradley Cooper
  • Will Fetters
Byggt áSamnefndum kvikmyndum frá 1937, 1954 og 1976.
Framleiðandi
  • Bill Gerber
  • Jon Peters
  • Bradley Cooper
  • Todd Phillips
  • Lynette Howell Taylor[1][2]
Leikarar
KvikmyndagerðMatthew Libatique
KlippingJay Cassidy
Fyrirtæki
DreifiaðiliWarner Bros. Pictures[4]
Frumsýning
  • Ítalía 31. ágúst 2018 (Feneyjar)
  • Bandaríkin 5. október 2018 (Bandaríkin)
Lengd136 mínútur[5]
LandBandaríkin
TungumálEnska
Ráðstöfunarfé36 milljónir bandaríkjadala[6]
Heildartekjur436,2 milljónir bandaríkjadala[7]

A Star Is Born er bandarísk rómantísk dramamynd frá árinu 2018 sem Bradley Cooper framleiddi og leikstýrði. Myndin er frumraun hans sem leikstjóri. Handritið var samið af Cooper, Eric Roth og Will Fetters. Í aðalhlutverkum eru Cooper, Lady Gaga, Dave Chappelle, Andrew Dice Clay og Sam Elliott. Myndin fjallar um tónlistarmann (leikinn af Cooper) sem glímir við alkóhólisma og verður ástfanginn af yngri söngkonu (leikin af Gaga). Þetta er þriðja endurgerðin á myndinni frá 1937, en hinar endurgerðirnar eru frá 1954 og 1976. Kvikmyndatökur hófust á Coachella tónlistarhátíðinni í apríl 2017.

A Star Is Born var frumsýnd á 75. árlegu Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum þann 31. ágúst 2018. Og var svo frumsýnd í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum þann 5. október 2018 af Warner Bros. Pictures. Myndin sló í gegn og þénaði yfir 436 milljónir Bandaríkjadala um allan heim og hlaut lof fyrir frammistöðu Coopers, Gaga og Elliotts og leikstjórn Coopers, auk handrits, kvikmyndatöku og tónlistar. Myndin hlaut fjölda viðurkenninga, þar á meðal átta tilnefningar á 91. Óskarsverðlaunahátíðinni, meðal annars fyrir bestu mynd, besta leikara (Cooper), bestu leikkonu (Gaga) og besta leikara í aukahlutverki (Elliott); myndin vann verðlaun fyrir besta frumsamda lagið fyrir „Shallow“. Myndin hlaut einnig fimm tilnefningar á 76. Golden Globe-verðlaunahátíðinni, þar á meðal fyrir Best Motion Picture – Drama og vann verðlaun fyrir besta frumsamda lagið fyrir „Shallow“.

Hljómplata kvikmyndarinnar seldist í meira en sex milljónum eintaka um allan heim og vann fjögur Grammy-verðlaun af sjö tilnefningum, þar á meðal tilnefningar fyrir lag ársins tvö ár í röð. Aðalsmáskífa plötunnar, „Shallow“, er eitt mest selda lag allra tíma. Fyrir leik sinn og framlög til tónlistar myndarinnar varð Gaga fyrsta konan í sögunni til að vinna Óskarsverðlaun, Grammy-verðlaun, BAFTA-verðlaun og Golden Globe-verðlaun á einu ári.

  • Bradley Cooper sem Jackson "Jack" Maine, þekktur söngvari og alkóhólisti. Hann er leiðbeinandi og eiginmaður Ally.
  • Lady Gaga sem Ally Maine, söngkona og lagahöfundur sem Jack uppgötvar og verður síðar eiginkona hans.
  • Sam Elliott sem Bobby Maine, eldri hálfbróðir Jacks og umboðsmaður.
  • Rafi Gavron sem Rez Gavron, tónlistarframleiðandi og umboðsmaður Ally.
  • Andrew Dice Clay sem Lorenzo, faðir Ally.
  • Anthony Ramos sem Ramon, vinur Ally.
  • Dave Chappelle sem George "Noodles" Stone, fyrrum tónlistarmaður og besti vinur Jacks.
  • Drena De Niro sem Paulette Stone, eiginkona Noodles.
  • Greg Grunberg sem Phil, bílstjóri Jacks.

Fyrirmynd greinarinnar var „A Star Is Born (2018 film)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 24. júní 2023.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Perry, Spencer (17. apríl 2017). „First Look at Lady Gaga in A Star is Born Remake“. Comingsoon.net. Afrit af uppruna á 17. apríl 2017. Sótt 18. apríl 2017.
  2. Yang, Rachel (14. september 2018). 'A Star Is Born' Director Bradley Cooper Talks Jon Peters Allegations“. Variety. Afrit af uppruna á 9. október 2018. Sótt 8. október 2018.
  3. „A Star Is Born trailer with Bradley Cooper and Lady Gaga“. Film-news.co.uk. 7. júní 2018. Afrit af uppruna á 12. júní 2018. Sótt 8. júní 2018.
  4. „A Star is Born“. WarnerBros.com. Afrit af uppruna á 30. október 2018. Sótt 29. október 2018.
  5. „A Star Is Born“. British Board of Film Classification. Afrit af uppruna á 20. mars 2019. Sótt 7. mars 2019.
  6. Kilday, Gregg (22. ágúst 2018). „How 'A Star Is Born' Re-created the "Man's World" of Music, Coachella Concert Scenes“. The Hollywood Reporter. Afrit af uppruna á 18. september 2018. Sótt 17. september 2018.
  7. „A Star Is Born (2018)“. Box Office Mojo. Afrit af uppruna á 26. október 2018. Sótt 7. febrúar 2020.