Blómsúra

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Blómsúra
Blómsúruþykkni
Blómsúruþykkni
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Caryophyllales
Ætt: Súruætt (Polygonaceae)
Ættkvísl: Fallopia
Tegund:
Blómsúra

Tvínefni
Reynoutria japonica

Blómsúra eða japanssúra (fræðiheiti Reynoutria japonica samheiti Fallopia japonica og Polygonum cuspidatum) er fjölær jurt af súruætt. Blómsúra eru upprunnin í Austur-Asíu, í Japan, Kína og Kóreu. Þessi tegund hefur breiðst út í Ameríku og Evrópu og er víða skilgreind sem ágeng tegund og illgresi. Blómsúra er vinsæl á meðal býflugnaræktenda. Ungir stilkar af blómsúru eru ætir og er þeim sums staðar safnað til átu en þeir bragðast eins og sambland af sítrónu og rababara.

Óheimilt er að flytja blómsúru (Fallopia japonica) til Íslands samkvæmt reglugerð um innflutning, ræktun og dreifingu útlendra plöntutegunda nr. 583/2000