Fara í innihald

Blágóma

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Blágóma

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Borrar (Perciformes)
Ætt: Steinbítar (Anarhichadidae)
Ættkvísl: Sæúlfar (Anarhichas)
Tegund:
A. denticulatus

Tvínefni
Anarhichas denticulatus
Krøyer, 1845[1]
Samheiti

Anarhichas latifrons Steenstrup & Hallgrimsson, 1876
Lycichthys denticulatus (Krøyer, 1845)
Lycichthys fortidens Gill, 1911
Lycichthys parvodens Lühmann, 1954
Lycichthys paucidens Gill, 1905
[1]

Blágóma (fræðiheiti Anarhichas denticulatus) er steinbítstegund sem er svipuð að stærð og hlýri.

Útlit[breyta | breyta frumkóða]

Blágóma

Hún er gildvaxinn og allhár fiskur og með sérkennilega breitt enni og stóran haus, frekar lítinn munn sem er aðeins á ská. Hún er sótrauð, dökkrauðblá eða blágrænleit á lit með oddhvassar og litlar tennur. Hún er lausholda og kvapmikil.

Blágóman er kaldsjávarfiskur og finnst á 60 – 1200 metra dýpi og getur orðið allt að 144 cm löng. Fæðan er slöngustjörnur, skrápdýr, hveljur og fiskar.

Matreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Almenn trú hefur verið á því að blágóma hyrfi við suðu og væri því ekki nothæfur matfiskur en mælingar sjávarútvegsfræðinema við Háskólann á Akureyri vorið 2013 sýna að fiskurinn rýrnar við eldun aðeins um 30%.

Blágóma reyndist því vænsti fiskur til matar, mjög lík hlýranum á bragðið. Sjávarútvegsfræðingar bjuggu til dæmis til plokkfisk úr blágómunni sem var settur á brauð, eins konar blágómu tartar. Oft er blágóman þó mjög stór og of stór til að það sé hægt að búa til úr henni hefðbundna sjávarrétti þar sem flökin eru mjög þykk.

Blágóman er feitur fiskur eins og hlýri og steinbítur eða í kringum 4 – 5% fituinnihald. Því er hægt að skoða uppskriftir af hlýra og steinbít og heimfæra þær uppskriftir yfir á blágómuna.

Stofnstærð[breyta | breyta frumkóða]

Sjómenn hafa almennt hent blágómunni aftur í hafið vegna þess misskilnings að blágóman væri óæt og því hefur aldrei tekist að mæla hversu mikið magn af henni hverfur aftur í hafinu kringum Ísland. Umtalsvert af blágómu kemur sem meðafli sérstaklega í djúpsjávarveiðum. Frystitogararnir hjá Brimi og Granda hafa gert tilraunir með að landa hausaðri Blágómu og aflinn hefur verið allt að fimm tonn á ári.

Verð á Blágómu[breyta | breyta frumkóða]

Verð fyrir frosna hausaða blágómu er um 1,1 bandaríkjadollara á kíló eða í kringum 140 ísl. krónur á kíló. Blágóman fer á markað í Austur-Evrópu.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 „WoRMS - World Register of Marine Species - Anarhichas denticulatus Krøyer, 1845“. marinespecies.org.

Blágóma (Heimaslóð.is)

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.