Bingu wa Mutharika
Bingu wa Mutharika (24. febrúar 1934 – 5. apríl 2012) var malavískur stjórnmálamaður, hagfræðingur og forseti Malaví þegar hann dó. Hann tók við embætti 24. maí 2004 af Bakili Muluzi.
Mutharika fæddist í Thyolo sem Ryson Webster Thom en á 7. áratug síðustu aldar breytti hann nafni sínu í Bingu Mutharika. Seinna bætti hann millinafninu wa inn í nafnið til að leyna sig Hastings Kamuzu Banda sem leitaði með logandi ljósi um allan heim eftir andstæðingum sínum.
Faðir Mutharika var kaþólskur grunnskólakennari heima í Thyolo og nam Bingu hjá föður sínum, en seinna meir fór hann til Indlands til að nema hagfræði við Háskólann í Delí. Hann hlaut síðan Ph.D–gráðu í hagfræði frá Pacific Western University í Los Angeles.
Hann starfaði við ríkisstjórn bæði Sambíu og Malaví eftir að hafa gegnt herskyldu í malavíska hernum. Hann komst á þing Sameinuðu þjóðanna árið 1978 og gegndi meðal annars embætti forstjóra viðskipta- og fjárveitinga-deildar Afríku.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Bingu wa Mutharika“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 8. apríl 2006.
Fyrirrennari: Bakili Muluzi |
|
Eftirmaður: Joyce Banda |