Fara í innihald

Bill Russell

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bill Russell. 1960.
Bill Russell. 2005.

William Felton Russell (12. febrúar, 193431. júlí, 2022) var bandarískur körfuboltamaður sem spilaði sem miðvörður hjá Boston Celtics frá 1956 til 1969. Hann vann 11 NBA titla, varð MVP (Most Valuable Player) fimm sinnum og komst í stjörnulið deildarinnar 12 sinnum. Á Ólympíuleikunum vann hann gull með landsliðinu 1956. Russell var einn besti varnarmaður deildarinnar, varð frákastakóngur 4 sinnum og er næsthæstur í fráköstum frá upphafi. Hann ásamt Wilt Chamberlain, vini og andstæðingi, eru þeir einu sem hafa náð meira en 50 fráköstum í leik.

Í lok ferils var hann ráðinn sem fyrsti svarti þjálfarinn í NBA þegar hann tók við Celtics, hann spilaði einnig með liðinu meðfram þjálfarastarfinu í 2 ár. Síðar þjálfaði hann líka Seattle SuperSonics og Sacramento Kings.

Russell fæddist í Lousiana í Bandaríkjunum og ólst þar upp til 8 ára aldurs, en flutti þá til Oakland ásamt fjölskyldu sinni. Á þessum tíma var mikið af Bandarískum blökkumönnum sem fluttu til vesturstrandar Bandaríkjana vegna uppgangs í atvinnulífinu þar á stríðsárunum. Á meðan fjölskyldan bjó þar lentu þau í miklli fátækt og bjuggu þau um tíma í félagslegu húsnæði.

Russell var mun nánari móður sinni en föður og hafði það því mikil áhrif á hann þegar að móðir hans lést þegar hann var aðeins 12 ára. Aðdragandi andlátsins var langur en móðir hans lá lengi á spítala og dó að lokum vegna nýrnabilunnar. Hennar hinsta ósk var að Russell kæmist í gegnum háskóla.[1]

Körfuboltaferill

[breyta | breyta frumkóða]

Á sínum yngri árum þótti Russell ekki vera framúrskarandi leikmaður. Hann þótti klaufalegur og hafði lítinn leikskilning. Með tímanum þróaði hann þó leik sinn, einkum varnarleik sem þótti óvenjulegur en afburða góður. Eftir að hafa lokið framhaldsskóla fór Russel í háskólann í San Francisco og spilaði með liði þeirra Dons á árunum 1953-1956. Þar tók hann gríðarlegum framförum og varð fljótlega lykilmaður liðsins.

Í nýliðavalinu árið 1956 valdi Boston Celtics Russell og varð fljótlega lykilmaður í liðinu. Russel vann titil á sínu fyrsta ári með Celtics og varð fyrsti blökkumaðurinn til að verða stjarna í NBA. Russel þótti skara fram úr í varnarleik enda mjög hávaxinn, 2,08 metrar á hæð og fráköst voru hans sterkasta hlið.[1] Varnarleikur Russell var síðasta púslið sem vantaði í annars frábært lið Boston Celtics á þessum árum því áður hafði aðaláhersla flestra liða verið sóknarbolti.

Baráttan fyrir jafnrétti

[breyta | breyta frumkóða]

Russell var einnig þekktur fyrir baráttu fyrir jafnrétti blökkumanna í Bandaríkjunum. Hann notaði frægð sína til að vekja athygli á kynþáttahatri þar í landi. Undir lok ferilsins varð Boston Celtics fyrsta bandaríska liðið til að stilla upp eingöngu svörtum mönnum í byrjunarliðinu og var það ekki síst vegna áhrifa Bill Russells.[2]

  1. „Bill Russell | Biography, Height, Championships, & Facts | Britannica“. www.britannica.com (enska). 5. apríl 2024. Sótt 8. maí 2024.
  2. „Bill Russell | Biography, Height, Championships, & Facts | Britannica“. www.britannica.com (enska). 5. apríl 2024. Sótt 8. maí 2024.