Fara í innihald

Félagslegt húsnæði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Félagslegt húsnæði í Hong Kong, blokkarhverfi þar sem yfir 22 þúsund manns búa. Helmingur íbúa Hong Kong býr í slíku félagslegu húsnæði

Félagslegt húsnæði er tegund af húsnæði þar sem eignarhald er í höndum stjórnvalda sem geta bæði verið sveitarfélög eða stofnanir í ríkiseigu eða í eigu félaga og stofnana sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni og vanalega hafa þann tilgang að sjá fólki fyrir ódýru húsnæði.

Saga félagslegs húsnæðis

[breyta | breyta frumkóða]

Við Iðnbyltinguna streymdi fólk til borga til að vinna þar í verksmiðjum og bjó oft við slæmar aðstæður. Velgerðarfélög byggðu þá stundum fjölbýlishús fyrir fátækt fólk og dæmi eru um að verksmiðjueigendur hafi byggt heil þorp fyrir starfsmenn svo sem Saltaire árið 1853 og Port Sunlight árið 1888. Árið 1885 var fyrst brugðist við húsnæðisskorti í Bretlandi eftir að konungleg nefnd skilaði skýrslu til stjórnvalda. Þá voru sett lögin „Housing of the Working Classes Act of 1885“ sem heimiluðu bæjarfélögum að loka heilsuspillandi húsnæði og þeim var falið að vinna að úrbótum í húsnæðismálum í sínu umdæmi.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.