Bill Russell
William Felton Russell (12. febrúar, 1934 – 31. júlí, 2022) var bandarískur körfuboltamaður sem spilaði sem miðvörður hjá Boston Celtics frá 1956 til 1969. Hann vann 11 NBA titla, varð MVP (Most Valuable Player) fimm sinnum og komst í stjörnulið deildarinnar 12 sinnum. Á Ólympíuleikunum vann hann gull með landsliðinu 1956. Russell var einn besti varnarmaður deildarinnar, varð frákastakóngur 4 sinnum og er næsthæstur í fráköstum frá upphafi. Hann ásamt Wilt Chamberlain, vini og andstæðingi, eru þeir einu sem hafa náð meira en 50 fráköstum í leik.
Í lok ferils var hann ráðinn sem fyrsti svarti þjálfarinn í NBA þegar hann tók við Celtics, hann spilaði einnig með liðinu meðfram þjálfarastarfinu í 2 ár. Síðar þjálfaði hann líka Seattle SuperSonics og Sacramento Kings.