Bill Russell

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bill Russell. 1960.
Bill Russell. 2005.

William Felton Russell (12. febrúar, 193431. júlí, 2022) var bandarískur körfuboltamaður sem spilaði sem miðvörður hjá Boston Celtics frá 1956 til 1969. Hann vann 11 NBA titla, varð MVP (Most Valuable Player) fimm sinnum og komst í stjörnulið deildarinnar 12 sinnum. Á Ólympíuleikunum vann hann gull með landsliðinu 1956. Russell var einn besti varnarmaður deildarinnar, varð frákastakóngur 4 sinnum og er næsthæstur í fráköstum frá upphafi. Hann ásamt Wilt Chamberlain, vini og andstæðingi, eru þeir einu sem hafa náð meira en 50 fráköstum í leik.

Í lok ferils var hann ráðinn sem fyrsti svarti þjálfarinn í NBA þegar hann tók við Celtics, hann spilaði einnig með liðinu meðfram þjálfarastarfinu í 2 ár. Síðar þjálfaði hann líka Seattle SuperSonics og Sacramento Kings.