Wilt Chamberlain
Útlit
![]() Chamberlain með Harlem Globetrotters árið 1959. | |
Persónulegar upplýsingar | |
---|---|
Fæðingardagur | 16. apríl 1936 Philadelphia, Pennsylvanía, Bandaríkin |
Dánardagur | 12. október 1999 (63 ára) Bel Air, Kalifornía, Bandaríkin |
Hæð | 216 cm (7 ft 1 in) |
Þyngd | 110–140 kg (243–309 lb) |
Körfuboltaferill | |
Háskóli | Kansas (1956–1958) |
Leikferill | 1958–1973 |
Leikstaða | Miðherji |
Þjálfaraferill | 1973–1974 |
Liðsferill | |
Sem leikmaður: | |
1952 | Pittsburgh Raiders |
1955–1956 | Quakertown Fays |
1958–1959 | Harlem Globetrotters |
1959–1965 | Philadelphia / San Francisco Warriors |
1965–1968 | Philadelphia 76ers |
1968–1973 | Los Angeles Lakers |
Sem þjálfari: | |
1973–1974 | San Diego Conquistadors |
Tölfræði á NBA.com | |
Tölfræði á Basketball Reference |
Wilt Chamberlain (16. apríl 1936 - 12. október 1999) var bandarískur körfuknattleiksmaður sem er talinn einn besti leikmaður körfuboltans frá upphafi. Hann á ýmis met í NBA og er sá eini sem hefur náð 100 stigum í einum leik og yfir 4000 stigum á einu tímabili. Hann átti sjö stigatitla, 11 frákastatitla og 9 skotnýtingartitla. Þrátt fyrir persónulega yfirburði vann hann einungis 2 NBA-titla. Eitt viðurnefna hans var Wilt the Stilt.[1]
Chamberlain þjálfaði San Diego Conquistadors í eitt tímabil 1973-1974. Hann reyndi fyrir sér í kvikmyndabransanum og var þekktur fyrir glaumgosalíf utan vallar.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Wilt Chamberlain | NBA Record Holder, Hall of Famer | Britannica“. www.britannica.com (enska). 13 febrúar 2025. Sótt 23 febrúar 2025.