BicItalia

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Hjólastígur á Adríahafsleiðinni sem er nr. 6 í fyrirhuguðu landsneti hjólaleiða.

BicItalia er fyrirhugað landsnet hjólaleiða á Ítalíu sem ítölsku hjólreiðasamtökin Federazione italiana amici della bicicletta hafa lagt drög að. Fullgert er áætlað að netið nái yfir 20.000 km á 20 langleiðum.

Flestar leiðirnar eru 300-1000 km langar og liggja þvers og kruss um landið. Leið 1 er áætlað að liggi 3000 km suður eftir Appennínaskaganum endilöngum frá Brennerskarði í norðri að Sýrakúsu á Sikiley í suðri og leið 2 liggur 1300 km frá Ventimiglia við landamæri Frakklands í vestri að Tríeste við landamæri Slóveníu í austri. Nokkrar af leiðunum eru hluti af EuroVelo-hjólaleiðum eins og EV5 Via Romea Francigena frá London til Brindisi, EV7 Sólarleiðinni frá Nordkapp til Möltu og EV8 Miðjarðarhafsleiðinni frá Cádiz til Kýpur.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]