Landsnet hjólaleiða
Landsnet hjólaleiða er leiðakerfi hjólaleiða sem er búið til og viðhaldið af tilteknu ríki, eða í samstarfi ríkis, sveitarfélaga og félagasamtaka. Oftast er um að ræða langleiðir sem liggja á milli fylkja og sveitarfélaga utan þéttbýlis. Hlutar viðkomandi leiðar eru þá hjólaleiðir sem tilheyra viðkomandi sveitarfélögum. Tilgangurinn er að styðja við hjólaferðamennsku en leiðirnar nýtast líka heimamönnum til að komast á milli staða. Dæmi um slík landsnet hjólaleiða eru National Cycle Network í Bretlandi, LF-route-netið í Hollandi, Radnetz Deutschland í Þýskalandi og United States Bicycle Route System í Bandaríkjunum. Í Evrópu eru sumar af þessum leiðum hluti af EuroVelo-hjólaleiðum.
Oftast er um að ræða 10-15 númeraðar langleiðir sem liggja um allt landið. Leiðirnar eru merktar sérstaklega með vegvísum. Leiðirnar eru á bilinu 100-500 km langar og fela í sér áningarstaði með vissu millibili þar sem geta verið tjaldstæði, salerni, hjólabogar og fleiri innviðir. Yfirleitt er búinn til þrepaskiptur staðall sem leiðinni er ætlað að uppfylla. Í upplýsingaefni um leiðanetið eru leiðirnar flokkaðar eftir því hversu krefjandi þær eru og hversu stór hluti þeirra uppfyllir staðla.
Eftir löndum
[breyta | breyta frumkóða]Land | Heiti | Fjöldi | Umsjón | Stofnár | Skilti |
---|---|---|---|---|---|
Bandaríkin | United States Bicycle Route System | 38 | AASHTO | 1982 | |
Bretland | National Cycle Network | 10 | Sustrans | 1984 | |
Danmörk | Danmarks nationale cykelruter | 11 | Naturstyrelsen | 1993 | |
Frakkland | Véloroutes et Voies Vertes de France | 21 | AF3V | áætl. | |
Holland | LF-routes | 29 | Landelijk Fietsplatform | 1989 | |
Ítalía | Bicitalia | 18 | Ítalska hjólreiðasambandið | 2018 | |
Noregur | Nasjonal sykkelrute | 10 | Norska vegagerðin | 2016 | |
Nýja-Sjáland | New Zealand Cycle Trail | 18 | Ríkisstjórn Nýja-Sjálands | 2012 | |
Sviss | Nationale Velorouten | 9 | SwitzerlandMobility Foundation | 1998 | |
Svíþjóð | Sverigeleden | 39 | Svenska Cykelsällskapet | 1984 | |
Þýskaland | Radnetz Deutschland | 12 | Deutscher Tourismusverband | 2002 |