Betsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Betsson
Nafn: Betsson
Gerð: Veðmálasíða
Staðsetning: Ta' Xbiex, Malta,
Lykilmenn: Thomas Kalita (framkvæmdastjóri), Anders Holmgren (formaður)
Vefsíða: http://www.betsson.com

Betson Malta Ltd. er veðmálasíða með höfuðstöðvar á Möltu. Síðan býður upp á póker, spilasal, skafmiða og íþróttaveðmál. Síðan er stafrækt á ensku, sænsku, finnsku, þýsku, tyrknesku, íslensku, dönsku, norsku, tékknesku, spænsku, frönsku, grísku, ítölsku, serbnesku og hollensku.

Fyrirtækið hóf rekstur í ársbyrjun 2001 og fékk veðmálaleyfi í London í apríl 2002. Í næsta mánuði opnaði vefurinn á ensku og sænsku. Í kjölfarið varð vefsíðan ein af þem fyrstu til að bjóða upp á veðmál á meðan leikjum stendur. Næstu árin opnaði síðan á finnsku, þýsku, norsku, tékknesku, tyrknesku, íslensku og dönsku. Á þessum tíma kynnti Betson til sögunar spilavíti og pókerborð, en það síðara var opnað í samvinnu við fyrirtækið Ongame.

Í apríl 2005 varð Betson dótturfyrirtæki Cherry Företagen AB sem er skráð á kauphöllinni í Stokkhólmi. Ári síðar 2006 hafði vefurinn rúmlega 400.000 viðskiptavini og sama ár var skafmiðanum Trio hleypt af stokknum. Aðalskrifstofa fyrirtækisins fluttist frá London til Möltu og í júní var síðan valin besta íþróttaveðmálasíða í heimi af tímaritinu Internetworld.

Í apríl 2007 hóf Betsson að bjóða uppá leiki í beinni í Net-lengjunni. Betsson fór enn víðar til Frakklands, Grikklands, Ítalíu og Spánar.

Á veturmánuðum 2008 fór fjöldi viðskiptavina Betsson upp fyrir eina milljón!

Í janúar 2008 hélt Betsson til Suður-Ameríku í fyrsta skipti til Perú. Serbía fylgdi í kjölfarið og Holland kom nokkru síðar.

Tímamótum var náð í maí 2008 þegar Betsson opnaði veðstofu í Stokkhólmi með lög Evrópusambandsins sér að baki í trássi við veðmálaeinokun sænska ríkisins.