Berlínarhliðið
Berlínarhliðið (þýska: Berliner Tor) var sögulegt hlið í Potsdam. Það var byggt við Berlinerstraße (nú Türkstraße) árið 1752 að skipun Friðriks 2. Prússakonungs. Jan Bouman hannaði hliðið en á þaki þess voru fjórar styttur eftir Johann Gottlieb Heymüller. Stytturnar voru af tveimur hermönnum og rómversku gyðjunum Mínerva og Bellóna. Báðumegin við hliðið voru vakthús fyrir verði og skatteftirlitsmann.
Hliðið var fært um nokkra metra árið 1901 til þess að koma til móts við aukna umferð. Hliðið stórskemmdist í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Eftir stríðið var bogi hliðsins enn heill, en árið 1951 var hann rifinn þar sem borgarstórn Potsdam taldi hann vera umferðarhindrun.[1] Eina sem eftir er af upprunalega hliðinu er hluti af hægri hliðarvæng þess og stytturnar sem voru á þaki þess, sem nú eru í geymslu Stiftung Preußische Schlösser und Gärten Berlin-Brandenburg (Stofnun prússneskra halla og garða Berlín-Brandenborg).[2]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]Fyrirmynd greinarinnar var „Berliner Tor (Potsdam)“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt júní 2022.