Fara í innihald

Bakkafjörður

Hnit: 66°01′59″N 14°47′59″V / 66.03306°N 14.79972°V / 66.03306; -14.79972
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

66°01′59″N 14°47′59″V / 66.03306°N 14.79972°V / 66.03306; -14.79972

Bakkafjörður
Lega.

Bakkafjörður er lítið þorp sem stendur við samnefndan fjörð sem gengur inn úr Bakkaflóa sunnan við Langanes á Norðausturlandi. Bakkafjörður taldist áður til Austurlands en það breyttist þegar Skeggjastaðahreppur og Þórshafnarhreppur sameinuðust í Langanesbyggð árið 2006. Íbúar voru 69 1. janúar 2019 en voru 131 árið 2001.

Þorpið Bakkafjörður myndaðist í landi jarðarinnar Hafnar og varð löggiltur verslunarstaður árið 1885 undir nafninu Höfn en var þó yfirleitt kallað Bakkafjörður. Aðalatvinnugrein Bakkfirðinga er smábátaútgerð og fiskvinnsla og þjónusta henni tengd. Hafnaraðstaðan var lengi vel ekki góð en upp úr 1980 var gerð ný höfn sunnan við þorpið.

  • „Bakkafjörður. Á www.nordausturland.is, skoðað 12. apríl 2011“.
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.