Fara í innihald

Baden-Baden

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Baden-Baden
Skjaldarmerki Baden-Baden
Staðsetning Baden-Baden
SambandslandBaden-Württemberg
Flatarmál
 • Samtals140,21 km2
Hæð yfir sjávarmáli
161 m
Mannfjöldi
 (2013)
 • Samtals53.012
 • Þéttleiki378/km2
Vefsíðawww.baden-baden.de
Baden-Baden 1643. Mynd eftir Matthäus Merian.
Barack Obama og Angela Merkel á leiðtogafundi NATO í Baden-Baden 2009.

Baden-Baden er borg í sambandslandinu Baden-Württemberg í suðvesturhluta Þýskalands. Borgin er heimsþekktur heilsubær. Þar búa 53 þúsund manns (31. des 2013).

Lega[breyta | breyta frumkóða]

Baden-Baden liggur nær vestast í Baden-Württemberg, milli Rínarfljóts og Svartaskógs. Næstu borgir eru Karlsruhe fyrir norðan (30 km), Stuttgart fyrir austan (50 km) og Strassborg í Frakklandi fyrir suðvestan (40 km).

Orðsifjar[breyta | breyta frumkóða]

Rómverjar nefndu bæinn Aurelia Aquensis, sem merkir Vötn Árelíusar. Aurelius var auknefni keisarans Caracalla. Germanir þýddu heitið einfaldlega og nefndu bæinn Baden, sem merkir böð (í fleirtölu). Um aldir hét borgin einungis Baden, oft kallað Baden in Baden til aðgreiningar annarra borga sem heita Baden. En 1931 var ákveðið að breyta heiti borgarinnar í Baden-Baden til betri aðgreiningar.

Skjaldarmerki[breyta | breyta frumkóða]

Skjaldarmerki borgarinnar er rauð skáhallt rönd á gulum grunni. Efst er gullkóróna í formi borgarveggja. Merkið kom fyrst fram 1421 og tilheyrði þá hertogunum í Zähringen. Kórónunni var ekki bætt við fyrr en á 19. öld.

Saga Baden-Baden[breyta | breyta frumkóða]

Það voru Rómverjar sem stofnuðu borgina í kringum heitar laugar um 80 e.Kr. Þar voru reist mikil baðhús. Um 260 hertóku alemannar héraðið og við það hurfu Rómverjar þaðan. Í upphafi 12. aldar keypti Hermann II, greifi úr Zähringer-ætt, svæðið og kallaði sig markgreifa af Baden. Þetta var upphafið af Baden-nafninu, sem lifir enn í heitinu Baden-Württemberg. Árið 1250 fékk Baden borgarréttindi. En snemma á 14. öld var farið að nota heitu laugarnar á ný fyrir böð. Það var upphafið að heilsubænum Baden. Árið 1689 brenndu Frakkar borgina til kaldra kola í erfðastríðinu í Pfalz. Við það eyðilögðust böðin og þau lögðust af. Þeim var komið á aftur fyrr en í lok 18. aldar. Margt heldra fólk sótti borgina heim, sem hlaut viðurnefnið Sumarhöfuðborg Evrópu (París var vetrarhöfuðborgin). Reist voru lúxushótel og spilavíti (1810-11). 1931 fór fram nafnabreyting á borginni, þannig að nú hét hún formlega Baden-Baden. Í lok heimstyrjaldarinnar síðari varð Baden höfuðborg franska hernámssvæðisins og aðalsetur franska hersins í Þýskalandi. Síðustu frönsku hermennirnir fóru ekki þaðan fyrr en 1999. Árið 2009 var borgin vettvangur leiðtogafundar NATO.

Myndasafn[breyta | breyta frumkóða]


Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Baden-Baden“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt janúar 2010.