Fara í innihald

Bacillus

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bacillaceae
Gram-litaðir Bacillus subtilis gerlar
Gram-litaðir Bacillus subtilis gerlar
Vísindaleg flokkun
Ríki: Bacteria
Fylking: Firmicutes
Flokkur: Bacilli
Ættbálkur: Bacillales
Ætt: Bacillaceae
Ættkvísl: Bacillus
Cohn 1872
Tegundir

Fjölmargar tegundir tilheyra Bacillus, þeirra á meðal eru:
B. alvei Cheshire & Cheyne 1885
B. amyloliquefaciens Fukumoto 1943
B. anthracis Cohn 1872
B. cereus Frankland & Frankland 1887
B. circulans Jordan 1890
B. coagulans Hammer 1915
B. larvae White 1906
B. laterosporus Laubach 1916
B. megaterium de Bary 1884
B. natto Ehrenberg 1835
B. polymyxa (Prazmowski 1880) Macé 1889
B. pumilus Meyer & Gottheil 1901
B. sphaericus Meyer and Neide 1904
B. sporothermodurans Pettersson et al. 1996
B. stearothermophilus Donk 1920
B. subtilis (Ehrenberg 1835) Cohn 1872
B. thuringiensis Berliner 1915

Bacillus er ættkvísl Gram-jákvæðra, staflaga gerla innan ættarinnar Bacillaceae. Þeir eru ýmist nauðháð eða valfrjálst loftsæknir, katalasa-jákvæðir og geta myndað dvalargró. Þeir finnast víða í náttúrunni, eru til dæmis algengir í jarðvegi.

Vistfræði

[breyta | breyta frumkóða]

Meðlimir Bacillus ættkvíslarinnar búa yfir fjölbreyttum efnaskiptum og fá því þrifist í ýmiss konar umhverfi. Þeir eru algengir í jarðvegi, þar sem þeir taka þátt í niðurbroti plöntu- og dýraleifa, en margar Bacillus tegundir seyta meltingarensímum út í umhverfið sem brjóta niður fjölsykrur, prótín og aðrar lífrænar fjölliður. Margar tegundir ættkvíslarinnar, svo sem hin vel þekkta B. subtilis, finnast í miklu magni í rótarhveli plantna sem nýta sér þau næringarefni sem falla til við starfsemi gerilsins. Sumar tegundirnar, svo sem B. azotofixans[1] og B. pumilus[2], eru færar um að binda köfnunarefni andrúmsloftsins og mynda ammoníumsölt sem plöntur geta nýtt sér. Aðrar Bacillus tegundir, svo sem B. thuringiensis, B. anthracis og B. cereus eru sýklar manna, dýra eða plantna.

Bacillus er meðal best þekktu ættkvísla örverufræðanna, en Ferdinand Cohn skilgreindi hana fyrstur manna árið 1872.[3] Rannsóknasaga þessara gerla er þó enn lengri, því tegund sú sem Cohn nefndi B. subtilis hafði þá um nokkurt skeið verið til rannsóknar hjá hinum þekkta náttúrufræðingi og smásjárskoðanda Christian Ehrenberg sem nefndi hana Vibrio subtilis þegar árið 1835.[4]

  1. L. Seldin og D. Dubnau. 1985. Deoxyribonucleic Acid Homology Among Bacillus polymyxa, Bacillus macerans, Bacillus azotofixans, and Other Nitrogen-Fixing Bacillus Strains. International Journal of Systematic Bacteriology. 35:151-154.
  2. J. Hernandez, L. E. de-Bashan, D. J. Rodriguez, Y. Rodriguez og Y. Bashan. 2009. Growth promotion of the freshwater microalga Chlorella vulgaris by the nitrogen-fixing, plant growth-promoting bacterium Bacillus pumilus from arid zone soils. European Journal of Soil Biology. 45:88-93.
  3. F. Cohn (1872). „Untersuchungen über Bakterien“. Beiträge zur Biologie der Pflanzen. 1 (2): 127–224.
  4. C. G. Ehrenberg (1835). Physikalische Abhandlungen der Koeniglichen Akademie der Wissenschaften zu Berlin aus den Jahren 1833–1835. bls. 145–336.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.