Bacillus anthracis
Útlit
Bacillus anthracis | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Smásjármynd af Bacillus anthracis og dvalargróum hennar. Sýnið var litað með fúksíni og metýlen bláum þannig að frumurnar litast bláar en gróin rauð.
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Bacillus anthracis Cohn 1872[1] |
Bacillus anthracis er Gram-jákvæð, grómyndandi, valfrjálst loftsækin, staflaga baktería. Náttúrleg heimkynni hennar eru í jarðvegi þar sem hún brýtur niður plöntuleifar og annan úrgang. Hún er sýkill og berist hún í dýr eða menn getur hún valdið miltisbrandi.[2]
Saga
[breyta | breyta frumkóða]B. anthracis var fyrsta bakterían sem sýnt var óyggjandi fram á að ylli sjúkdómi,[2] en það gerði Robert Koch árið 1876.[3]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ F. Cohn (1872). „Untersuchungen über Bakterien“. Beitrage zur Biologie der Pflanzen. 1 (2): 127–224.
- ↑ 2,0 2,1 Madigan M. og J. Martinko (ritstjórar) (2005). Brock Biology of Microorganisms (11. útg.. útgáfa). Prentice Hall. ISBN 0-13-144329-1.
- ↑ Koch, R. (1876). „Die Aetiologie der Milzbrand-Krankheit“. Beiträge zur Biologie der Pflanzen. 2: 277–311.