Fara í innihald

Bær (Höfðaströnd)

Hnit: 65°55′51″N 19°26′19″V / 65.930717°N 19.438511°V / 65.930717; -19.438511
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bær
Bæta við mynd
LandÍsland
Map
Hnit65°55′51″N 19°26′19″V / 65.930717°N 19.438511°V / 65.930717; -19.438511
breyta upplýsingum

Bær er sveitabær í austanverðum Skagafirði, skammt norðan við Hofsós. Bær á land við ströndina milli Hofs og Höfðavatns og á hálfan Þórðarhöfða á móti Höfða og einnig Bæjarmöl, syðri grandann sem tengir höfðann við land, og veiðirétt í Höfðavatni með öðrum jörðum við vatnið.

Neðan við túnið í Bæ eru Bæjarklettar og Bæjarvík. Þar var fyrr á tíð ágæt lending og var þaðan töluvert útræði. Þar voru löngum nokkrar þurrabúðir og bjó þar fólk sem lifði fyrst og fremst af sjósókn. Skömmu fyrir miðja 19. öld risu líka fáein hús við Höfðavatn í landi Bæjar og lifðu íbúar þar einnig á veiðiskap. Var því Bær lengi vel ein mesta útgerðarstöð við Skagafjörð. Þessi byggð fór svo í eyði þegar hafnarmannvirki voru gerð á Hofsósi og fólk fluttist þangað.

  • Jarða- og búendatal í Skagafjarðarsýslu 1781-1958. 4. hefti. Reykjavík 1959.