Þórðarhöfði
Útlit
Þórðarhöfði | |
---|---|
Hæð | 202 metri |
Land | Ísland |
Sveitarfélag | Sveitarfélagið Skagafjörður |
Hnit | 65°57′40″N 19°29′23″V / 65.961101°N 19.489619°V |
breyta upplýsingum |
Þórðarhöfði á Höfðaströnd er 202 m hár klettahöfði sem gengur út í austanverðan Skagafjörð, rétt norðan við Hofsós, og setur mikinn svip á umhverfi sitt. Til að sjá virðist höfðinn vera eyja en hann er landfastur, tvö lág eiði, Höfðamöl og Bæjarmöl, tengja hann við land og á milli þeirra er 10 ferkílómetra stórt sjávarlón, Höfðavatn. Í því er ágæt bleikjuveiði. Snemma á 20. öld lagði Jóhann Sigurjónsson skáld til að gerð yrði hafskipahöfn í vatninu en af því varð ekki.
Þórðarhöfði er gömul eldfjallarúst. Afar fallegar stuðlabergsmyndanir eru í berginu en þær sjást best af sjó.