Höfði á Höfðaströnd

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Höfði er bær á Höfðaströnd í austanverðum Skagafirði, landnámsjörð Höfða-Þórðar Bjarnarsonar og áður kirkjustaður. Höfði er norðan við Höfðavatn, í hvammi suðvestan undir Höfðahólum, sem eru framhlaup úr fjallinu fyrir ofan.

Höfði var ysti bær í Höfðahreppi hinum forna en þar utan við tók Fellshreppur við. Hálfur Þórðarhöfði tilheyrir Höfða en hinn helmingurinn . Höfði á einnig Höfðamöl milli Höfðavatns og sjávar og hlutdeild og veiðirétt í Höfðavatni.

Kirkja sem verið hafði á Höfða frá fornu fari var lögð af 1891.

Höfði kemur mjög við sögu í kvikmyndinni Bíódagar eftir Friðrik Þór Friðriksson. Friðrik er ættaður frá Höfða og þar var upphafsatriðið í kvikmynd hans Börn náttúrunnar einnig tekið upp.