Fara í innihald

Höfðavatn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Höfðavatn á Höfðaströnd í Skagafirði er vatn eða sjávarlón sem myndast á milli strandarinnar og Þórðarhöfða. Lágir malargrandar tengja höfðann við land beggja vegna vatnsins og nefnist sá ytri Höfðamöl en sá syðri Bæjarmöl. Um hann er afrennsli vatnsins en ósinn lokast oft er sjórinn ber möl í hann og þá hefur hann stundum verið hreinsaður með vinnuvélum. Vatnið er misjafnlega salt eftir því hve sjór á greiða leið inn í það og hefur það mikil áhrif á silungsveiði í vatninu.

Höfðavatn er um 10 km² og meðaldýpið er 3,9 metrar. Jóhann Sigurjónsson skáld barðist fyrir því á árunum 1917-1919 að gerð yrði hafskipahöfn í vatninu og þaðan stundaðar síldveiðar. Af því varð þó ekki og þær hugmyndir voru lagðar til hliðar við lát Jóhanns.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.