Fara í innihald

Bárður á Steig Nielsen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Bárður Nielsen)
Bárður á Steig Nielsen
Bárður á Steig Nielsen árið 2021.
Lögmaður Færeyja
Í embætti
16. september 2019 – 22. desember 2022
ÞjóðhöfðingiMargrét 2.
ForveriAksel V. Johannesen
EftirmaðurAksel V. Johannesen
Persónulegar upplýsingar
Fæddur16. apríl 1972 (1972-04-16) (52 ára)
Vestmanna, Færeyjum
StjórnmálaflokkurSambandsflokkurinn
MakiRakul Nielsen

Bárður á Steig Nielsen (f. 16. apríl 1972) er færeyskur stjórnmála- og viðskiptamaður sem hefur verið leiðtogi Sambandsflokksins frá árinu 2015. Hann var lögmaður Færeyja frá 2019 til 2022. Hann er jafnframt markvörður handboltaliðsins VÍF og fyrrum leikmaður í færeyska handboltalandsliðinu.[1]

Menntun og viðskiptaferill

[breyta | breyta frumkóða]

Bárður á Steig Nielsen hefur lokið fyrsta hluta náms í rekstrarbókhaldi við viðskipta- og félagsvísindadeild Árósaháskóla. Hann hefur jafnframt tekið nokkra áfanga í iðnrekstrarfræðinámi við Verslunarskóla Færeyja.[2]

Hann hóf feril í viðskiptum sem starfsmaður hjá endurskoðunarfyrirtækinu Rasmussen og Weihe í Þórshöfn árin 1993–2000. Frá 2001 til 2004 vann hann sem yfirendurskoðandi hjá fyrirtækinu Kollafjord Pelagic á Kollafirði.[3] Árið 2007 sagði hann upp embætti sínu sem fjármálaráðherra Færeyja til þess að vinna sem framkvæmdastjóri byggingaverkefnisins SMI Stóratjørn í Hoyvík, sem íslenskir viðskiptamenn höfðu skipulagt. Verkefninu var aldrei hrint í framkvæmd vegna fjármálakreppunnar 2007–08 en Nielsen hélt starfinu fram í febrúar 2009. Árin 2009–2010 var hann framkvæmdastjóri vélaverslunar í Hoyvík. Frá 2010 var hann framkvæmdastjóri símfyrirtækisins Vodafone Føroyar í Þórshöfn.[2]

Nielsen hefur átt sæti í framkvæmdastjórn Vágaflugvallar, Kollafjord Pelagic og nokkurra annarra verslunarfélaga í Þórshöfn.[4]

Stjórnmálaferill

[breyta | breyta frumkóða]

Bárður á Steig Nielsen sat á færeyska þinginu fyrir kjördæmið Norðurstreymoy á árunum 2002–2004 og 2004–2008. Hann var fjármálaráðherra í fyrstu ríkisstjórn Jóannesar Eidesgaard frá 2004 en sagði af sér til að taka við stjórn Stórutjarnarframkvæmdanna, sem runnu að endingu út í sandinn vegna fjármálakreppunnar. Í mars árið 2015 var hann kjörinn varaformaður Sambandsflokksins og í október sama ár var hann kjörinn formaður.[5]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Landsliðsmanningarnar hjá manslandsliðnum 18. juli 1964 –“ (færeyska). Handboltasamband Færeyja. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. maí 2012. Sótt 25. október 2015.
  2. 2,0 2,1 „Bárður Nielsen“. LinkedIn. Sótt 25. október 2015.
  3. „Bárður á Steig Nielsen“ (færeyska). Løgting. 2007. Sótt 25. október 2015.
  4. „Bárður á Steig Nielsen“ (færeyska). Business-Line. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. mars 2016. Sótt 25. október 2015.
  5. Rana, Hallur av (24. október 2015). „Nú stýrir Bárður sambandsskútuni“ (færeyska). in.fo. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. október 2015. Sótt 25. október 2015.


Fyrirrennari:
Aksel V. Johannesen
Lögmaður Færeyja
(16. september 201922. desember 2022)
Eftirmaður:
Aksel V. Johannesen