Fara í innihald

Austurhvel jarðar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Austurhvel jarðar

Austurhvel jarðar er landfræðilegt heiti á þeim hluta jarðarinnar sem er austan við núllbaug og vestan við 180. lengdarbaug. Á þessu svæði eru Evrópa, Afríka, Asía og Ástralía, meðan Ameríka er á vesturhveli jarðar. Stundum er austurhvel jarðar því notað í sömu merkingu og „gamli heimurinn“.

Línan sem skiptir jörðinni í austur- og vestuhvel er hefðbundin, ólíkt miðbaug á milli norður- og suðurhvels jarðarinnar. Mörkin voru lögfest á Alþjóðlegu núllbaugsráðstefnunni í Washington D.C. árið 1884.