Fara í innihald

Aulavik-þjóðgarðurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Aulavik-þjóðgarðurinn (enska: Aulavik National Park) er þjóðgarður Á Banks-eyju í Norðvesturhéruðunum í Kanada.[1] Hann samanstendur af láglendi á norðurhluta eyjunnar og er rúmlega 12.000 ferkílómetrar að stærð. Einungis er hægt að fara með flugvél á svæðið.[1][2] Aulavik er talin vera heimskautaeyðimörk en þó er gróðurlendi á hásléttu þar sem nær 450 metrum. Þéttasta útbreiðsla sauðnauta í heiminum er á eyjunni; 80.000 dýr. En í þjóðgarðinum eru um 20% stofnsins.[1][3]

Rjúpa og hrafn eru staðfuglar. Ránfuglar eru til að mynda snæugla, förufálki og fálki. Þeir éta aðallega læmingja. Meðal annarra spendýra eru: Hreindýr, ísbjörn, heimskautarefur, snæhéri, úlfur og selur.

Aulavik þýðir: Staður þar sem fólk ferðast, á inúítamáli svæðisins.

Listi yfir þjóðgarða í Kanada

Fyrirmynd greinarinnar var „Aulavik National Park“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 9. jan. 2017.

  1. 1,0 1,1 1,2 „Aulavik National Park of Canada“. Parks Canada. 7 maí 2015. Afrit af upprunalegu geymt þann 24 janúar 2008. Sótt 22 maí 2015.
  2. „How to Get There - Aircraft access“. Parks Canada. 18 nóvember 2013. Afrit af upprunalegu geymt þann 23 maí 2015. Sótt 22 maí 2015.
  3. „Natural Wonders & Cultural Treasures - Wildlife“. Parks Canada. 7 maí 2015. Afrit af upprunalegu geymt þann 23 maí 2015. Sótt 22 maí 2015.
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.