Fara í innihald

Aulavik-þjóðgarðurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Aulavik-þjóðgarðurinn (enska: Aulavik National Park) er þjóðgarður Á Banks-eyju í Norðvesturhéruðunum í Kanada.[1] Hann samanstendur af láglendi á norðurhluta eyjunnar og er rúmlega 12.000 ferkílómetrar að stærð. Einungis er hægt að fara með flugvél á svæðið.[1][2] Aulavik er talin vera heimskautaeyðimörk en þó er gróðurlendi á hásléttu þar sem nær 450 metrum. Þéttasta útbreiðsla sauðnauta í heiminum er á eyjunni; 80.000 dýr. En í þjóðgarðinum eru um 20% stofnsins.[1][3]

Rjúpa og hrafn eru staðfuglar. Ránfuglar eru til að mynda snæugla, förufálki og fálki. Þeir éta aðallega læmingja. Meðal annarra spendýra eru: Hreindýr, ísbjörn, heimskautarefur, snæhéri, úlfur og selur.

Aulavik þýðir: Staður þar sem fólk ferðast, á inúítamáli svæðisins.

Listi yfir þjóðgarða í Kanada

Fyrirmynd greinarinnar var „Aulavik National Park“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 9. jan. 2017.

  1. 1,0 1,1 1,2 „Aulavik National Park of Canada“. Parks Canada. 7. maí 2015. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. janúar 2008. Sótt 22. maí 2015.
  2. „How to Get There - Aircraft access“. Parks Canada. 18. nóvember 2013. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. maí 2015. Sótt 22. maí 2015.
  3. „Natural Wonders & Cultural Treasures - Wildlife“. Parks Canada. 7. maí 2015. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. maí 2015. Sótt 22. maí 2015.
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.