Fara í innihald

Atlantis: Týnda borgin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Atlantis: Týnda borgin
Atlantis: The Lost Empire
LeikstjóriGary Trousdale
Kirk Wise
HandritshöfundurTab Murphy
Kirk Wise
Gary Trousdale
Joss Whedon
Bryce Zaber
Jackie Zaber
FramleiðandiDon Hahn
LeikararMichael J. Fox
James Garner
Cree Summer
Don Novello
Phil Morris
Claudia Christian
Jacqueline Obradors
Florence Stanley
David Ogden Stiers
John Mahoney
Jim Varney
Corey Burton
Leonard Nimoy
KlippingEllen Keneshea
TónlistJames Newton Howard
FyrirtækiWalt Disney Pictures
Walt Disney Feature Animation
DreifiaðiliBuena Vista Pictures
FrumsýningFáni Bandaríkjana 15. júní, 2001
Fáni Íslands 10. desember, 2001
Lengd95 mínútur
Land Bandaríkin
Tungumálenska
Ráðstöfunarfé90 milljónir USD
Heildartekjur186,1 milljónir USD
FramhaldAtlantis: Milo's Return

Atlantis: Týnda borgin (enska: Atlantis: The Lost Empire) er bandarísk Disney-kvikmynd frá árinu 2001.[1] Leikstjóri kvikmyndarinnar er Gary Trousdale og handritshöfundarnir eru þau Tab Murphy, Kirk Wise, Joss Whedon, Bryce og Jackie Zaber ásamt Gary Trousdale. Myndin fjallar um ungan mann að nafni Máni Thors sem leggur af stað í leiðangur í þeim tilgangi að finna Atlantis.

Söguþráður

[breyta | breyta frumkóða]

Árið er 1914 og Máni Thors, ungur málvísindamaður og kortagerðarmaður við Smithsonian-stofnunina í Washington D. C., telur sig hafa uppgötvað staðsetningu forns handrits sem kallast Hirðiskviða og er leiðarvísir um hið þjóðsagnakennda borgríki Atlantis. Máni reynir að sannfæra herra Steinlund, einn af stjórnarmeðlimum safnsins, um að fjármagna leiðangur í leit að Hirðiskviðu en herra Steinlund neitar honum um styrk. Um kvöldið birtist dularfull kona að nafni Helga Zimsen heima hjá Mána og segist vera með boð fyrir hann frá yfirmanni sínum.

Þegar í setur yfirmannsins er komið segir Helga honum að ávarpa yfirmann sinn sem herra Auðmann. Máni kemur að herra Auðmann í miðri jógaæfingu, en hann segist vera gamall vinur Tóta Thors, afa mána. Máni ólst upp hjá afa sínum sem hafði mikil áhrif á hann og er helsta fyrirmynd hans. Gestur Auðmann lofaði Tóta að fjármagna leiðangurinn til Atlantis ef hann einhvern tímann skyldi finna Hirðiskviðu. Máni kemst yfir kviðuna eftir að hafa opnað pakka sem afi hans skildi eftir handa honum. Herra Auðmann sannfærir Mána um að slást í för með fjölbreyttu föruneyti vísindamanna.

Könnuðirnir ferðast með kafbátnum Ódysseif og er förinni haldið á hafsbotn. Inngangurinn að leiðinni til Atlantis er sprunga en inngangsins gætir risasporðdreki sem ferðalangarnir mæta óvænt. Við tekur æsispennandi eltingaleikur, Ódysseifur er eyðilagður en á endanum komast Máni og félagar lífs af. Eftir að hafa sloppið frá sæskrímslinu halda könnuðirnir, sem nú eru aðeins fimmtíu, minningarathöfn um þá sem létust. Máni og föruneytið ferðast langa leið þangað til þau koma að eldflugnabúi og ákveða að setja upp búðir þar nálægt. Um nóttina þegar Máni er að gera þarfir sínar beinir hann vasaljósinu sínu óvart á eldflugnabúið og brátt eru búðirnar alelda. Föruneytið nær að forða sér, en brúin sem þau keyra yfir brestur og allt verður svart. Könnuðirnir ræða um skemmdirnar en þegar Högni kafteinn spyr Mána um álit sitt er hann hvergi sjáanlegur.

Máni vaknar við kall í fjarska og sér að einhverjir frumbyggjar umkringja hann. Ung kona úr frumbyggjahópnum sér að Máni er særður og læknar hann með því að nota bláan kristal. Þegar föruneytið kemur til Mána flýja frumbyggjarnir en Máni eltir þá út úr hellinum. Fyrir utan blasir við ótrúleg sýn. Risastór foss og bak við hann stendur Atlantisborg. Máni og félagar kynnast frumbyggjunum og halda svo inn í borgina. Konungurinn í Atlantis virðist ekki ánægður að sjá ferðamennina og skipar þeim að halda heim á leið, en dóttir konungsins Kidagakash (kölluð Kida) trúir því að þeir geti hjálpað þjóð sinni. Máni og Kida kynnast og fyrr en varir eru þau orðin mjög náin. Máni reynir að komast að leyndardómum Atlantis en þegar hann og Kida koma á yfirborðið eftir að hafa kafað og skoðað áletranir um sögu Atlantis kemur í ljós að Högni og félagar ætluðu allan tímann aðeins að ná í kristalinn, sem er hjarta Atlantis.

Högni og Helga keyra burt frá Atlantis með kristalinn, en Máni ásamt vinum sínum reynir að stöðva hann. Við tekur barátta góðs og ills um framtíð Atlantis. Högni og Helga eru drepin í bardaganum sem á sér stað innan í eldfjallinu nálægt Atlantis. Eftir að Máni nær kristalnum til baka leysast kraftar hans úr læðingi og mynda varnarhjúp um Atlantis. Borgin er þá endurbyggð og Máni og Kida taka við völdum í Atlantis eftir að gamli konungurinn dó. Ferðalangarnir halda heim á leið með fullar hendur af gulli og einnig eintök af kristalnum. Herra Auðmann fær bréf frá Mána um þökk fyrir hjálpina ásamt sínu eintaki af kristalnum.

Ensk talsetning Íslensk talsetning
Hlutverk Leikari Hlutverk Leikari
Milo Thatch Michael J. Fox Máni Thors Valur Freyr Einarsson
Princess Kida Cree Summer Kidda prinsessa Selma Björnsdóttir
Preston B. Whitmore John Mahoney Gestur B. Auðmann Harald G. Haraldsson
King of Atlantis Leonard Nimoy Konungur Atlantis Rúrik Haraldsson
Lyle T. Rourke James Garner Högni Pálmi Gestsson
Helga Sinclair Claudia Christian Helga Zimsen Jóhanna Vigdís Arnardóttir
Cookie Jim Varney Fengur Laddi
Vinny Don Novello Vinny Magnús Jónsson
Molière Corey Burton Moli Hjálmar Hjálmarsson
Audrey Jacqueline Obradors Auður Hafdís Huld
Dr. Sweet Phil Morris Dr. Hnoss Ólafur Darri Ólafsson
Mrs. Packard Florence Stanley Frk. Þúa Sif Ragnhildardóttir
Mr. Harcourt David Ogden Stiers Hr. Steinlund Magnús Ólafsson

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. http://www.disneyinternationaldubbings.weebly.com/atlantis-the-lost-empire--icelandic-cast.html
  Þessi kvikmyndagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.