Fara í innihald

Apocalypse Now

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Apocalypse now)
Apocalypse Now
LeikstjóriFrancis Ford Coppola
HandritshöfundurJohn Milius
Francis Ford Coppola
Joseph Conrad bók
FramleiðandiFrancis Ford Coppola
LeikararMarlon Brando
Robert Duvall
Martin Sheen
Frederic Forrest
Albert Hall
Sam Bottoms
Larry Fishburne
Dennis Hopper
KvikmyndagerðVittorio Storaro
TónlistCarmine Coppola
Francis Coppola
FrumsýningFáni Bandaríkjana 15. ágúst, 1979
Lengd153 mín.
Land Bandaríkin
Tungumálenska
AldurstakmarkMPAA: Rated R for disturbing violent images, language, sexual content and some drug use. (2001 director's cut) R
Kvikmyndaskoðun 16
Ráðstöfunarfé$31,500,000

Apocalypse Now er kvikmynd frá árinu 1979 í leikstjórn Francis Ford Coppola. Myndin, sem var lauslega byggð á skáldsögu Josephs Conrad, Heart of Darkness, gerist í Víetnamstríðinu og segir frá leiðangri Benjamin L. Willard höfuðsmanns í bandaríska hernum í leit að Walter E. Kurtz ofursta. Til að komast að Kurtz þarf Willard að ferðast upp með ánni Nung inn í frumskóga Kambódíu. Þar hefur Kurtz tekið sér stöðu leiðtoga meðal íbúa og hegðar sér, samkvæmt lýsingum sem Willard fær á fundi áður en haldið er af stað, á ómannúðlegan hátt. Hlutverk Willards var leikið af Martin Sheen og Marlon Brando lék Kurtz ofursta. Meðal annarra leikara í myndinni má nefna Robert Duvall, Dennis Hopper og Laurence Fishburne.

Francis Ford Coppola hóf vinnu á myndinni þegar hann hafði lokið við að leikstýra hluta 2 af myndunum um Guðföðurinn. Upptaka fór fram á Filipseyjum og átti fyrst um sinn að taka 6 vikur. Framleiðslan dróst hins vegar mjög á langinn og urðu þessar 6 vikur að lokum að 16 mánuðum. Átti Coppola þá, sem fjármagnaði myndina að öllu leyti með eigin fé, á hættu að verða gjaldþrota gengi myndin ekki vel í kvikmyndahúsum. Gerð myndarinnar tók mikið á Coppola, jafnt andlega sem líkamlega. Hann missti um 50 kíló og hótaði hann nokkrum sinnum að fyrirfara sér. Árið 1991 kom út heimildarmynd um gerð Apocalypse Now sem kallaðist Hearts of Darkness: A Filmmaker's Apocalypse.

Apocalypse Now var tilnefnd til átta Óskarsverðlauna, meðal annars fyrir bestu mynd og besta leikstjóra, og hlaut tvenn, fyrir bestu kvikmyndatöku og besta hljóð.