Hrökkáll

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hrökkáll (Electrophorus electricus) er fiskur sem þrátt fyrir nafn sitt telst ekki til álaættar heldur telst hann til hnífafiska.

Heimkynni eru við Órinókó, Gvæana og mið og neðri hluta Amazon. Lifir í vilpum, lækjum og litlum ám í regnskógum.

Allt að 2,5 metrar á lengd. Eins og aðrir hnífafiskar andar hann ekki aðeins í gegnum tálknin heldur líka gegnum æðaríka slímhúð munnsins og tekur súrefni úr andrúmslofti og gerir mikið af því að skríða á þurru landi um eyrar í ánnum.

Raffæri hans eru ummyndaðir vöðvar og geta framleitt 800 volta spenna og geta því verið hættulegir dýrum á við hest sérstaklega á þurru landi en í vatni er straumurinn fljótur að dreyfast.