Fara í innihald

Allt í drasli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Allt í drasli
KynnirHeiðar Jónsson (2005-2007)
Margrét Sigfúsdóttir
Eva Ásrún Albertsdóttir (2007-2008)
YfirlesturHjálmar Hjálmarsson
UpprunalandÍsland
FrummálÍslenska
Fjöldi þáttaraða3
Fjöldi þátta26
Framleiðsla
Lengd þáttar22 mínútur
FramleiðslaSaga Film
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðSkjár Einn
Sýnt20052008

Allt í drasli var íslenskur sjónvarpsþáttur sem var á dagskrá á Skjá einum frá 2005. Þátturinn er íslensk útfærsla á breska þættinum How Clean is Your House?. Þátturinn gekk út á það að farið er heim til fólks þar sem umgengni og hreinlæti er verulega ábótavant og messað yfir heimilisfólki um leið og ræstingafólk tók til og þreif.

Upphaflega voru þáttastjórnendur Heiðar Jónsson snyrtir og Margrét Sigfúsdóttir skólastjóri Hússtjórnarskólans í Reykjavík, en árið 2007 tók Eva Ásrún Albertsdóttir við af Heiðari við hlið Margrétar. Sögumaður var Hjálmar Hjálmarsson. Aðal ræstingamenn sem sáu um mesta vinnu við gerð þáttanna voru Ólafur og Tómas Þórarinssynir.

Þættirnir voru gerðir samkvæmt bresku forskriftinni og mikið er um ýktar raddir, upphrópanir og líkamlegt látbragð til að lýsa yfir vanþóknun yfir ástandinu. Þessi forskrift er nú í notkun við þáttagerð í fjöldamörgum Evrópulöndum, íslenska útgáfan var ellefta staðfæringin á þáttunum.

Meðaltals áhorf á þættina, á meðan þeir voru í sýningu var tuttugu og tvö prósent.

Stutt ágrip þáttaraða

[breyta | breyta frumkóða]

þriðja þáttaröð

[breyta | breyta frumkóða]

Eva Ástrún Albertsdóttir kemur fersk inn í stað Heiðars sem kynnir. 3 af 13 heimilum verða valin í stórtækar breytingar í þættinum Innlit/útlit. Þessi þáttaröð er sú síðasta af þættinum Allt í drasli.

  • „SagaFilm: Allt í drasli“. Sótt 3. febrúar 2006.
  Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.