Allt í drasli (3. þáttaröð)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Allt í drasli er íslensk þáttaröð. Sýningar á þriðju, og jafnframt seinustu þáttaröðinni hófust þann 25. september 2007 og þeim lauk 8. janúar 2008. Þættirnir voru 13 og er hver þeirra um 22 mín. að lengd. Þessi þáttaröð er ólík þeim fyrri að því leyti, að ljósmóðirin Eva Ásrún Albertsdóttir er í hlutverki kynnis í stað Heiðars sem var í fyrstu tveimur þáttaröðunum. Auk þess eru 3 af 13 heimilum valin í stórtækar breytingar í þættinum Innlit/útlit.

Þættir[breyta | breyta frumkóða]

Titill Sýnt á íslandi #
„fyrsti þáttur“ 25. september 2007 13 – 301
„annar þáttur“ 2. október 2007 14 – 302
„þriðji þáttur“ 9. október 2007 15 – 303
Þátturinn fer í heimsókn til Andreu Jónsdóttir í Vesturbæ Reykjavíkur. Hún er að drukkna í tónlistardiskum, sem hún fær í þúsundatali á hverju ári.
„fjórði þáttur“ 16. október 2007 16 – 304
Þátturinn fer í heimsókn í einbýlishús í Grafarvogi. Heimilið er allt í dýrahárum, tveir hundar, þrír kettir eru í húsinu ásamt fimm manna fjölskyldu.
„fimmti þáttur“ 23. október 2007 17 – 305
Þátturinn fer í heimsókn í Mosfellsbæinn. Vinir segja að íbúðin sé eins og eftir sprengingu, með dót um alla íbúð.
„sjötti þáttur“ 30. október 2007 18 – 306
„sjöundi þáttur“ 6. nóvember 2007 19 – 307
Þátturinn fer í heimsókn til fjögurra manna fjölskyldu í Kópavogi. Lyktin í íbúðinni er orðin svo vond að vinir koma ekki í heimsókn, og ekki verður þverfótað í íbúðinni fyrir drasli.
„áttundi þáttur“ 13. nóvember 2007 21 – 308
Þátturinn fer í heimsókn til 34 ára ræstitæknis í Reykjavík, en hún nennir ekki að taka til heima hjá sér eftir að hafa þrifið hjá öðrum allan daginn.
„níundi þáttur“ 20. nóvember 2007 22 – 309
„tíundi þáttur“ 27. nóvember 2007 23 – 310
„ellefti þáttur“ 5. desember 2007 24 – 311
„tólfti þáttur“ 12. desember 2007 25 – 312
Hreinsipinnarnir Margrét og Eva eru ennþá í sveitinni, þar sem íbúarnir á bænum eru að drukkna úr drasli.
„Lokaþáttur“ 8. janúar 2008 26 – 313
Í þættinum er þáttaröðin rifjuð upp og farið er yfir öll heimilin sem hafa komið við sögu í henni.