Alfreð Clausen syngur lög eftir Jenna Jónsson
Alfreð Clausen syngur lög eftir Jenna Jónsson | |
---|---|
IM 53 | |
Flytjandi | Alfreð Clausen, kór og hljómsveit Carl Billich |
Gefin út | 1954 |
Stefna | Dægurlög |
Útgefandi | Íslenzkir tónar |
Alfreð Clausen syngur lög eftir Jenna Jónsson er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1954. Á henni flytur Alfreð Clausen tvö lög eftir Jenna Jónsson, Brúnaljósin brúnu með tríói Carl Billich og Sólarlag í Reykjavík með hljómsveit og kór undir stjórn Carl Billich. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.
Lagalisti
[breyta | breyta frumkóða]- Brúnaljósin brúnu - Lag og texti: Jenni Jónsson - ⓘ
- Sólarlag í Reykjavík - Lag og texti: Jenni Jónsson
S.K.T. keppnin
[breyta | breyta frumkóða]Lagið Brúnaljósin brúnu sigraði í S.K.T. keppninni 1954 í flokknum „Nýju dansarnir”. Þegar lagið kom út á plötu var hún rifin út, enda Alfreð vinsæll og hafði nýverið verið kosinn besti íslenski dægurlagasöngvarinn í skoðanakönnun Hljómplötunýjunga. Platan var í fyrsta sæti metsölulista Drangeyjar í nóvember 1954.[1][2] Margir hafa sungið eða leikið lagið inn á plötur í kjölfar Alfreðs og má þar nefna Hauk Morthens, Ragnar Bjarnason, Megas, Bubba Morthens, KK og Magnús Eiríksson, Pál Óskar Hjálmtýsson, Einar Júlíusson, hljómsveitina Flís og Guðrúnu Gunnarsdóttur.