Flís
Flís er byggingarefni. Þær eru vanalega þunnar, ferkantaðar eða rétthyrndar skífur úr hörðu og slitþolnu efni sem notaðar eru til að þekja og verja gólf, veggi, þök og yfirborð hluta eins og borðplötu. Flísar eru vanalega úr efnum eins og brenndum leir (keramiki), bökuðum leir, steintegundum eða jafnvel úr gleri. Flísar eru oftast notaðar til að þekja veggi og gólf og þá allt frá einlitum ferhyrndum flísum upp í flókin mynstur eða mósaik. Oftast eru flísar úr keramiki. Steinflísar eru oft úr marmara, graníti, flögubergi og ónyx, Veggflísar geta verið miklu þynnri en gólflísar þar sem þær þurfa ekki að þola eins mikið álag.
Elsta minjar um glerjaðar steinhleðslur er frá elamisku musteri sem var menning á svæði sem nú er í Íran. Það musteri er talið frá 13. öld fyrir Krist. Glerjaðir og litaðir múrsteinar voru notaðir í lágmyndir í Mesópótamíu til forna og er þar hlið Ishtar í Babýlon þekktast en það er frá um 575 fyrir Krist.
Í Mesópótamíu var aðalbyggingarefnið sólþurrkaðir leirsteinar gerðir úr leir úr framburði ánna Tígris og Efrat. Það má vera að skortur á steinum sem byggingarefni hafi ýtt undir að tækni þróaðist til að brenna múrsteina í þar til gerðum ofnum. Brenndir múrsteinar mynduðu varnarlag á yfirborði borgarmúra, mustera, halla og hliða sem voru úr þurrkuðum leirsteinum.
Þakflísar (þakskífur)
[breyta | breyta frumkóða]Gólfflísar
[breyta | breyta frumkóða]Veggflísar
[breyta | breyta frumkóða]Heimild
[breyta | breyta frumkóða]Síðan Tile á ensku Wikipedia.