Airbus A300

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lufthansa Airbus A300 árið 2004

Airbus A300 er breiðþota sem var hönnuð og framleidd af Airbus. Í september 1967 var undirritaður samningur af flugvélaframleiðendum í Bretlandi, Frakklandi og Vestur-Þýskalandi um sameiginlega áhuga á að hanna stóra farþegaþotu. Vestur-Þýskaland og Frakkland náðu samningum saman 29. maí 1969 eftir að Bretar drógu sig úr verkefninu 10. apríl 1969. Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus Industrie var formlega stofnaður 18. desember 1970 til þess að hanna og framleiða þotuna. Frumgerðin af þotunni flaug fyrst 28. október 1972.

A300 var fyrsta tveggja hreyfla breiðþotan og gat setið í kringum 247 farþega og var með allt að 7,500 km drægni. Upprunnulega útgáfurnar var knúnar af General Electric CF6-50 eða Pratt & Whitney JT9D þrýstihreyflum og voru með þriggja manna áhöfn.[1] Endurbætta útgáfan, A300-600, var með aðeins tveggja manna áhöfn og knúin af GE CF-6-80C2 eða PW4000 hreyflum; hún flaug fyrst 8. júlí 1983 og var tekin í notkun seinna sama ár.[2] A300 var að mestu leyti grunnurinn að minni þotunni A310 (flaug fyrst 1982) og var að einhverju leyti grunnurinn að stærri fjögra hreyfla A340 og stærri tveggja hreyfla A330.

Air France var fyrsta flugfélagið til að taka þotuna í notkun og gerði það 23. maí 1974. Erfitt var að afhenda vélarnar í fyrstu en sölur byrjuðu að aukast þegar hún sannaði notkunargildi sitt snemma á ferlinum. Pantanir voru reglulegar í nýjar þotu í nærri því þrjá áratugi. Þotan hefur svipaða getu og Boeing 767-300 (tekin í notkun 1986) en saknaði drægninnar í 767-300ER. Á tíunda áratugnum varð þotan sífellt vinsælli sem flutningaþota og var talsvert af pöntunum í nýjar fraktþotur ásamt því að farþegaþotur voru breyttar yfir í fraktþotur. Árið 2007 var hætt framleiðslu á þotunni með 561 eintök framleidd. Í desember 2022 voru 229 þotur ennþá í notkun, flestar hjá frakt flugfélögum.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „A300 First Flight 50th Anniversary“. Airbus.com. Sótt 6. mars 2023.
  2. „A300-600“. Airbus.com. Sótt 6. mars 2023.