Fara í innihald

Adrarhásléttan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Adrarhásléttan er háslétta í Saharaeyðimörkinni í norðurhluta Máritaníu. Hún var þéttbyggð á nýsteinöld. Þornun svæðisins og framsókn eyðimerkurinnar hefur varðveitt mikið af fornleifum, einkum nokkra steinhringi og síðari tíma bæinn Azougui, þar sem byggð hefur staðið frá 7. öld.

Hásléttan er þekkt fyrir gjár og síbreytilegar sandöldur. Byggð er aðallega í bænum Atar sem er höfuðstaður Adrarhéraðs. Aðrir bæir á hásléttunni eru Choum, Chinguetti og Oudane.

  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.