Fara í innihald

Chinguetti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Chinguetti (arabíska: شنقيط) er bær í norðvesturhluta Máritaníu á Adrarhásléttunni austan við bæinn Atar.

Bærinn var stofnaður við lok 13. aldar sem miðstöð í Saharaversluninni og var orðinn að helstu menningarmiðstöð svæðisins eftir upphaf 17. aldar.

Helstu byggingar eru moskan, virki frönsku útlendingaherdeildarinnar og hár vatnsturn.

Bærinn var settur á heimsminjaskrá UNESCO árið 1996.

  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.