Óskarsverðlaunin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Academy Award)
Verðlaunahátíðin 2008

Óskarsverðlaunin (enska: Academy Awards eða óformlega the Oscars) eru bandarísk kvikmyndaverðlaun veitt kvikmyndagerðarmönnum og öðrum sem starfa við kvikmyndir. Verðlaunahátíðin er yfirleitt sú best kynnta og mest áberandi á Vesturlöndum, og verðlaunin af flestum talin þau eftirsóknarverðustu. Óskarsverðlaunin eru veitt af Bandarísku kvikmyndaakademíunni (Academy of Motion Picture Arts and Sciences), samtökum fólks sem starfar við kvikmyndagerð í Bandaríkjunum, og er aðild að þeim einungis veitt í heiðursskyni.

Árið 2003 voru 5.816 meðlimir í akademíunni með kosningarétt við val á Óskarsverðlaunahöfum. Óskarsverðlaunin hafa verið veitt árlega frá 1929.

Íslenskar tilnefningar til Óskarsverðlauna[breyta | breyta frumkóða]

Eftirtaldir íslenskir aðilar eða myndir hafa fengið tilnefningu Bandarísku kvikmyndaakademíunnar til Óskarsverðlauna.

Íslenskir Óskarsverðlaunahafar[breyta | breyta frumkóða]

  • Árið 2020 vann Hildur Guðnadóttir Óskar fyrir bestu frumsömdu tónlistina fyrir myndina Joker og varð fyrst Íslendinga til að vinna slík verðlaun.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Stefán Árni Pálsson (13. janúar 2020). „Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Óskarsverðlauna“. Vísir. Sótt 13. janúar 2020.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]