Fara í innihald

AEK Aþena

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá AEK Athens F.C.)
Αθλητική Ένωσις Κωνσταντινουπόλεως Athlitikí Énosis Konstantinoupόleos

(Íþróttasambandið frá Konstantínópel)

Fullt nafn Αθλητική Ένωσις Κωνσταντινουπόλεως Athlitikí Énosis Konstantinoupόleos

(Íþróttasambandið frá Konstantínópel)

Gælunafn/nöfn Énosis (Sambandið)

Kitrinómavri (Þeir gulu og svörtu)

Stytt nafn AEK
Stofnað 1924
Leikvöllur Ólympíuleikvangurinn í Aþenu
Aþena
Stærð 69.618 sæti
Stjórnarformaður Fáni Grikklands Evangelos Aslanidis
Knattspyrnustjóri Fáni Spánar Manuel Jiménez Jiménez
Deild Gríska úrvalsdeildin
2022-23 1. sæti
Heimabúningur
Útibúningur

AEK Aþena (Athlitiki Enosi Konstantinopouleos) er grískt knattspyrnulið frá Nea Filadelfiu í Aþenu. Félagið var stofnað áið 1924 í Aþenu af fólki sem hafði flutt frá Istanbúl þá Konstantínópel, stuttu eftir grísk/tyrkneska stríðið, sem í Grikkalandi er nefnt "Η μεγάλη καταστροφή", sem þýðir "stóra katastrófan". AEK Aþena er það félag í Grikklandi, sem hefur unnið flesta meistaratitla, þeir hafa unnið 12 meistaratitla og 15 bikarmeistaratitla. Litir félagsins eru gult og svart. Eiður Smári Guðjohnsen og Arnar Grétarsson léku með liðinu um tíma. Arnar var einnig yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu um tíma.

Heimavöllur

[breyta | breyta frumkóða]

Heimavöllur AEK Aþenu heitir Nikos Goumas og var byggður árið 1930. Svæðið sem völlurinn var byggður á var upphaflega ætlað til að byggja húsnæði fyrir flóttamenn sem komu úr grísk/tyrkneska stríðinu. Svæðið var síðar útbúið sem æfingasvæði og að lokum var byggður þar leikvangur. AEK Aþena spilaði heimaleiki sína á vellinum til ársins 1999. Núverandi heimavöllur liðsins er kallaður Agia Sophia eða OPAP völlurinn og rúmar um 32 þúsund manns. Byggingu hans lauk árið 2021.

AEK Aþena er eitt sigursælusta lið Grikklands. AEK hefur unnið 33 titla; 13 gríska úrvalsdeildartitla, 16 gríska bikartitla, 3 gríska ofurbikara og 1 titil úr neðri deild. Olympiacos og Panathinaikos eru einu liðin með fleiri titla heldur en AEK. Þrátt fyrir að vera ekki sigursælasta liðið á Grikklandi hafa þeir náð bestum árángri grískra liða í Evrópukeppnum UEFA. Liðið náði bestum árangri tímabilið 1968-1969 þegar það komst í 8 liða úrslit Evrópukeppni meistaraliða sem heitir í dag Meistaradeildin.

Innanlandstitlar[1]
  • Gríska úrvalsdeildin: 13
1939, 1940, 1963, 1968, 1971, 1978, 1979, 1989, 1992, 1993, 1994, 2018, 2023
  • Gríska bikarkeppnin: 16
1932, 1939, 1949, 1950, 1956, 1964, 1966, 1978, 1983, 1996, 1997, 2000, 2002, 2011, 2016, 2023
  • Gríski Ofurbikarinn: 2
1989, 1996[2]
  • Gríski deildarbirkarinn: 1
1990
Alþjóðlegar keppnir

Stuðningsmenn

[breyta | breyta frumkóða]

Stuðningsmannahópur AEK Aþenu heitir Original 21, stofnaður árið 1982 og er vel þekktur í Evrópu. Stjórnendur AEK hafa jafnan tekið tillit til skoðana Original 21 þegar kemur að ákvarðanatökum er varða liðið.[3]

Þekktir leikmenn

[breyta | breyta frumkóða]


  1. „Honours“. AEK F.C. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. september 2014. Sótt 11. janúar 2010.
  2. https://www.worldfootball.net/winner/gre-supercup/
  3. Cavalieri, Enrico (16. ágúst 2023). „AEK Athens fans and their deep anti fascist identity“. Football Makes History (bandarísk enska). Sótt 29. nóvember 2024.