Eva Longoria

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eva Jacqueline Longoria Bastón
Upplýsingar
FæddEva Jacqueline Longoria
15. mars 1975 (1975-03-15) (49 ára)
Helstu hlutverk
Gabrielle Solis í Aðþrengdar eiginkonur

Eva Jacqueline Longoria Bastón (fædd 15. mars 1975) er bandarísk leikkona. Hún lék Isabellu Braña Williams í sápuóperunni The Young and the Restless. Hún lék Gabrielle Solis í sjónvarpsþáttunum Aðþrengdar eiginkonur til ársins 2012. Hún hefur einnig orðið heimsfræg fyrirsæta eftir að hafa birtst í nokkrum stórum auglýsingum og á blaðsíðum karlatímarita. Eva er einnig þekkt fyrir samband sitt við NBA-körfuboltaleikmanninn Tony Parker en þau giftu sig árið 2007 en þau skildu árið 2011. Í desember 2015 kvæntist hún athafnarmanninum Jose Antonio Baston.

Æska[breyta | breyta frumkóða]

Eva Jacquelin Longoria fæddist í Corpus Christi í Texas og er dóttir Enrique Longoria Jr. og Ellu Evu Mireles en þau eru Tejanos en það eru mexikóar fæddir í Texas kallaðir, þrátt fyrir að vera af mexikósku bergi brotin hefur fjölskylda Longoria búið í margar kynslóðir í Bandaríkjunum.

Eva er yngst af fjórum systrum og heita systur hennar Elizabeth Judina, Emily Jeannette og Esmeralda Josephina. Fjölskyldan bjó og vann á fjölskyldubúgarðinum en þau áttu oft litla peninga og börðust Enrique og Ella í mörg ár til þess að geta gefið dætrum sínum sæmilegt uppeldi. Í þætti hjá Opruh árið 2006 deildi Eva með áhorfendum hversu fátæklegt líf hennar hafði verið þegar hún var yngri og hvernig það hafði verið að alast upp sem fátæklingur. Hún fór með tökuliði á fjölskyldubúgarðinn og sýndi hvernig líf þeirra hefði verið. Eva sagði að fjárhagurinn hafi ekki batnað fyrr en hún varð fræg. Í öðru viðtali við Stone Phillips hjá Dateline sagði hún hvernig systur hennar hefðu látið við hana. „Ég ólst upp sem litli ljóti andarunginn. Þær kölluðu mig alltaf ‚la prieta fea‘ sem þýðir ‚þessi ljóta dökka‘“, sagði hún.

Evu langaði að verða fyrirsæta og sendi inn myndir til umboðsskrifstofa en var neitað vegna hæðar sinnar. Hún gekk í Marvin P. Baker-grunnskólann og seinna Roy Miller menntaskólann og síðan útskrifaðist hún með B.S.-gráðu úr háskólanum í Texas. Á þessum tíma vann hún titilinn Ungrú Corpus Christi árið 1998. Eftir háskóla tók Eva þátt í hæfileikakeppni sem leiddi hana til Los Angeles og stuttu eftir það var hún uppgvötuð og fékk samning við umboðsmann.

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Eva Longoria Parker árið 2006

Eva landaði fyrsta sjónvarpshlutverkinu sínu árið 2000 þegar hún fékk gestahlutverk í þætti af Beverly Hills 90210. Hún lék síðan annað gestahlutverk í Almenna Spítalanum þetta sama ár. Stóra tækifærið kom þegar hún fékk hlutverk í Ung og óþreytandi þar sem hún lék Isabellu Braña Williams á árunum 2001-2003. Tímaritið 'People en Español' sem er bandarískt tímarit gefið út á spænsku, útnefndu hana eina af fallegasta fólkinu árið 2003. Eftir Ung og óþreytandi lék hún í Dragnet. Þrátt fyrir að þátturinn hafi aðeins endst í tvö ár gaf hann Evu annað hlutverk. Eftir Dragnet lék hún í tveimur misheppnuðum kvikmyndum, Señorita Justice, sem fékk slæmar viðtökur, og sjónvarpsmynd sem hét The Dead Will Tell. Árið 2004 kom Eva sér á A-listann. Hún fékk hlutverk Gabrielle Solis í þáttunum Aðþrengdar eiginkonur sem urðu strax vinsælir. Eva hefur samt aldrei hugsað þannig að ferillinn hennar hafi orðið til svona snögglega: „Mér finnst það fyndið þegar fólk segir að ég hafi orðið stjarna á einni nótti, vegna þess að ég hef verið að vinna við þetta í 10 ár.“

Stuttu eftir að hún byrjaði að leika í Aðþrengdum eiginkonum lék Eva í kvikmynd sem hét Carlita's Secret en hún varð ekki vinsæl. Árið 2005 fékk hún verðlaun fyrir frammistöðu sína sem Gabrielle Solis í Aðþrengdum eiginkonum og fékk hún tilnefningu Golden Globe-verðlaunanna fyrir bestu leikkonu í sjónvarpsþáttaröð - Tónlistar- eða gamanþáttaröð ásamt meðleikkonum sínum. Þrátt fyrir að Eva eða einhver annar í leikaraliðinu hafi ekki fengið verðlaun var hún verðlaunuð á ALMA-verðlaununum og valin skemmtikraftur ársins. Hún lék á móti Michael Douglas og Kiefer Sutherland í hasarmyndinni The Sentinel árið 2006 og var það fyrsta stóra hlutverk hennar í kvikmynd. Árið 2005 lék hún Sylviu í Harsh Times sem skartaði Freddie Rodriguez og Christian Bale í aðalhlutverkum.

Longoria heldur áfram að birtast á listum yfir fallegasta fólkið í Hollywood og var valin kynþokkafyllsta (kvenkyns)stjarnan árin 2005 og 2006 af tímaritinu Maxim og varð hún fyrsta konan til að sitja á toppi listans tvö ár í röð. Hún hefur einnig lent á fleiri listum. Það hafa gengið sögusagnir um það að hún muni leika Janet Van Dyne í kvimyndinni Avangers.

Longoria kemur til greina í hlutverk Mariuh Carey í sýningu á Broadway sem á að fjalla um söngkonuna. Leona Lewis er efst á blaði hjá Mariuh. Vanessa Hudgens og Eva koma báðar til greina ef Leona hafnar hlutverkinu.

Í apríl 2009 toppaði Eva People en Español Los 50 Más Bellos-listann. Hún var á forsíðunni ásamt Maite Perroni og Öna Bárbara.

Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Longoria var gift General Hospital-stjörnunni Tyler Christopher frá 2002 til 2004.

30. nóvember 2006 trúlofaðist Eva körfuboltaleikmanninum Tony Parker. Parið giftist opinberlega föstudaginn 6. júlí 2007, vegna þess að frönsk lög krefjast þess að gera heit sín opinber í ráðhúsinu. Athöfnin var framin í kirkju þann 7. júlí 2007 í París. Hjónabandið gekk í gegnum sína fyrstu þrekraun þegar franska fyrirsætan Alexandra Paressant sagðist hafa átt í ástarsambandi við Parker. Parker og Longoria skildu árið 2011.

Árið 2008 opnaði Eva veitingastað í Los Angeles sem heitir Beso, sem þýðir „koss“ á spænsku.

Eva á hús í Los Angeles sem hún keypti árið 2006 á 3,6 milljónir dollara. Hún á einnig hús í klúbbnum Velano í Chino hæðum í Kaliforníu.

Eva Longoria kvæntist athafnarmanninum Jose Antonio Baston 13. desember 2015.

Hlutverk[breyta | breyta frumkóða]

Hlutverk
Ár Titill Hlutverk A.T.H.!
2001 The Young and Restless Isabella Brana Williams Sjónvarpsþáttur
2003 The Talent Agency Umsjónarmaður Sjónvarpsþáttur
Dragnet Gloria Duran Sjónvarpsþáttur
Hot Tamales Live: Spicy, Hot and Hilarious - Beint á videó
Snitch'd Gabby Beint á videó
2004 Aðþrengdar eiginkonur Gabrielle Solis (sjónvarpsþáttur) síðan 2004
The Dead Will Tell Jeanie Sjónvarpsmynd
Senorita Justice - Beint á videó
2005 Hustler's Instintct Vanessa Santos
2006 George Lopez Brooke Sjónvarpsþáttur
The Sentinel Jill Marin
Harsh Times Syliva
2007 The Heartbreak Kid Consuela Kvikmynd
2008 Over Her Dead Body Kate Kvikmynd
Lower Learning Rebecca
2009 Foodfight! Lady X Rödd
  Þetta æviágrip sem tengist leikurum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.