Aðþrengdar eiginkonur (4. þáttaröð)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Veggspjald úr þáttaröðinni

Fjórða þáttaröðin af Aðþrengdum eiginkonum fór af stað á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC þann 30. september 2007 og var einn aukaþáttur sem hét „Leyndarmál og Lygar“ (e. Secrets and Lies), sem var sýndur 23. september.

Handristhöfundaverkfallið hafði áhrif á þessa þáttaröð, sem seinkaði framleiðslu þáttanna eftir tíunda þáttinn. Framleiðendur þáttanna ætluðu að geyma tíunda þáttinn fram í desember og var þá síðasti þáttur fyrir verkfallið níundi þáttur seríunnar.

Ellefti þátturinn „Sunnudagur“ (e.Sunday) var sýndur í Bandaríkjunum og Kanada þann 13. apríl 2008, meira en þremur mánuðu eftir að 10. þátturinn var sýndur. Þáttaröðin innihélt sautján þætti, fimmtán í venjulegri lengd, og síðan tveggja tíma lokaþátt þann 18. maí, sem gerir fjórðu þáttaröðina að stystu þáttaröðinni til þessa.

Persónur & leikendur[breyta | breyta frumkóða]

Leikarar
Teri Hatcher sem Susan Delfino
Felicity Huffman sem Lynette Scavo
Marcia Cross sem Bree Hodge
Eva Longoria Parker sem Gabrielle Solis
Nicollette Sheridan sem Edie Britt
Ricardo Antonio Chavira sem Carlos Solis
Andrea Bowen sem Julie Mayer
Doug Savant sem Tom Scavo
Kyle MacLachlan sem Orson Hodge
Dana Delany sem Katherine Mayfair
Brenda Strong sem Mary Alice Young
James Denton sem Mike Delfino
Aukaleikarar
Shawn Pyfrom sem Andrew Van de Kamp
Lyndsy Fonseca sem Dylan Mayfair
Joy Lauren sem Danielle Van de Kamp
Brent Kinsman sem Preston Scavo
Shane Kinsman sem Porter Scavo
Zane Huett sem Parker Scavo
Rachel Fox sem Kayla Scavo
Gestaleikarar
Kathryn Joosten sem Karen McCluskey
Nathan Fillion sem Adam Mayfair
Kevin Rahm sem Lee McDermott
Tuc Watkins sem Bob Hunter
Richard Burgi sem Karl Mayer
Jesse Metcalfe sem John Rowland
John Slattery sem Victor Lang
Gary Cole sem Wayne Davis
Shirley Knight sem Phyllis Van de Kamp
Justine Bateman sem Ellie Leonard
Polly Bergen sem Stella Wingfield
Pat Crawford Brown sem Ida Greenberg
Jason Gedrick sem Rick Coletti
Gale Harold sem Jackson Braddock
Daniella Baltodano sem Celia Solis

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Aðal ráðgáta þáttaraðarinnar er um fjölskyldu sem snýr aftur á Bláregnsslóð eftir 12 ára fjarveru. Katherine Mayfair kemur til Bláregnsslóðar frá Chicago með (nýja) eiginmanninum sínum, Adam, og dóttur sinni Dylan. Dylan var einu sinni besta vinkona Julie, en Dylan man ekkert eftir Julie, eða eftir því að hafa búið á Bláregnsslóð. Katherine er ánægð að hitta Susan, gömlu vinkonu sína, þrátt fyrir að henni komi ekki vel saman við Bree. Katherine segir að hún hafi komið aftur til þess að hugsa um Lillian, veika frænku sína en samtöl milli Katherine og eiginmanns hennar benda til annars.

Saga Susan[breyta | breyta frumkóða]

Susan er loksins gift Mike Delfino en á erfitt með að vera ánægð þar sem hún er hrædd um að Mike sé ekki eins hamingjusamur og hann gæti verið. Susan heldur að hún sé veik og verður tilfinningasöm og hangir samband hennar og Mike á bláþræði. Þegar hún kemst að því að hún er ólétt verður hún himinlifandi, en Julie á erfitt með að búa í sama húsi og Mike og rekast skoðanir þeirra sífellt á. Mike og Julie segja síðan Susan að hún þurfi að velja á milli þeirra tveggja, og halda sig við ákvörðun sína. Susan biður Bree um númerið hjá kvensjúkdómalækninum hennar eftir að henni finnst kjánalegt að fara til Adams, sem er kvensjúkdómalæknir og eiginmaður Katherine. Hún fæðir son að nafni MJ í næstsíðasta þættinum.

Saga Lynette[breyta | breyta frumkóða]

Lynette Scavo er með krabbamein og felur það með því að vera með hárkollu sem er lík hennar hári. Enginn veit um krabbameinið nema Tom, maðurinn hennar, og Stella, mamma hennar, sem er hjá Lynette og systrum hennar. Tom og Stella reyna að sannfæra hana um það að allt verði mun auðveldara ef hún segði öllum sannleikann. Eftir hafa misst alla orku og þjáðst af þreytu og ógleði segir hún öllum sannleikann. Krabbamein Lynette truflar Gabrielle og lætur henni líða illa, vegna þess að faðir hennar dó úr krabbameini. Vandamál Lynette með Stellu halda áfram, á meðan Stella bakar skúffuköku með hassi í til þess að Lynette losni við ógleðina og fái orkuna aftur. Þrátt fyrir veikindin vill Lynette líta vel út fyrir Tom og kaupir hárkollu til þess að koma honum til en honum líður ekki vel með það að sofa hjá veikri manneskju og tilfinningar Toms um veikindi Lynette koma fram. Katherine Mayfair fer í taugarnar á Lynette þegar hún vill bjóða sig fram sem forseti íbúaráðs götunnar og losna við ýmsa hluti á Bláregnsslóð og Lynette býður sig fram á móti henni; hún tapar vegna atkvæðis Susan. Hún fyrirgefur Susan seinna. Eftir að hún drepur meindýr á heimilinu verður hún reið út í krabbameinið en læknirinn hennar sendir mann til hennar til þess að segja að hún sé laus við krabbameinið, nú er eina meindýrið sem Lynette þarf að losna við er móðir hennar. Þegar Stella heyrir samtalið milli þriggja dætra sinna verður Stella leið og fer án þess að láta vita. Nokkrum dögum seinna, eftir stanslausa leit, kemur Lynette heim og finnur stjúpföður sinn í eldhúsinu. Til þess að fá Stellu heim fara Lynette og Glenn (stjúpfaðir hennar) í almenningsgarðinn að hitta Stellu því hún var búin að hringja í Glenn og biðja hann um að hitta sig þar til þess að láta hana hafa peninga. Þegar Stella sér Lynette, verður hún reið yfir því að þau hafi platað hana. Í ringulreiðinni segir Glenn við Lynette að hann hafi ekki farið frá Stellu vegna þess að hún hélt framhjá honum, heldur vegna þess að hann var samkynhneigður. Allt endar með því að Stella samþykkir að búa heima hjá Glenn, vegna þess að hann var með auka herbergi. Fjölskylda Lynette felur sig hjá Karen McCluskey þegar fellibylur gengur yfir. En húsið eyðileggst þegar Lynette og Karen eru ekki inni í húsinu á meðan fellibylurinn gengur yfir, og þær tvær sleppa úr hruninu. Það kemur fram að Ida Greenberg kom öllum fjölskyldumeðlimum Lynette undir stigann, svo að þau lifðu af. Hins vegar dó Ida vegna þess að það var ekki nóg pláss undir stiganum. Hún þurfti að sitja úti í horni og dó þegar húsið brast.

Saga Bree[breyta | breyta frumkóða]

Bree Hodge þykist vera ólétt af barni Danielle svo að hún geti ætleitt það og alið upp án þess að einhver viti að það sé barn Danielle. Hún kemur að nokkrum hindrunum á leiðinni, þegar eldri kona vill snerta magann á henni og þegar grill-gaffli er stungið í falska magann hennar. Fyrrverandi tengdamóðir Bree kemst að fölsku óléttu Bree en lofar að halda því leyndu. Danielle missir vatnið í hrekkjavökupartýi Bobs og Lees á meðan hún er klædd sem Bree og Adam Mayfair, sem lofar að segja engum leyndarmálið, tekur á móti Benjamin Hodge. Danielle ákveður að Bree ali barnið upp og fer frá Fairview, líklegast til þess að fara í háskóla. Bree lætur síðan umskera Benjamin þrátt fyrir mótmæli Orsons. Til viðbótar við umskurðinn ætlar Bree að ala Benjamin upp í því sem kallað er „fjölskyldurúm“, þar sem Benjamin sefur uppí hjá henni og Orson. Eftir rifrildi við matarborðið byrjar Orson að sofa á sófanum á meðan Andrew flytur út eftir að hafa verið merktur sem „mistök“. Stuttu eftir það fer Bree að heimsækja Andrew og kemst loks að því að sonur hennar er orðinn að manni og að honum hafi tekist það vel.

Saga Gabrielle[breyta | breyta frumkóða]

Gabrielle Lang er ósátt í hjónabandi sínu við Victor. Hún vill byrja aftur með Carlos og þrátt fyrir að hann vilji það líka finnst honum að hann beri skyldur gagnvart Edie, sem þóttist fyrirfara sér til þess að fá Carlos aftur. Hún kemst að leyndum auðlindum hans í banka erlendis og notar auðinn til þess að kúga hann til þess að vera í sambandinu. Edie fær kynsjúkdóm úr ljósabekk sem hún lætur Carlos fá og hann gefur Gabrielle hann sem lætur Victor fá hann. Edie setur brotin saman og áttar sig á því hvað er í gangi. Hún ræður einkaspæjara og kemst að því að Carlos og Gaby eru saman. Edie sýnir Victor myndirnar með vonum um að hann geri eitthvað slæmt við Carlos. Í bátsferð langt úti á hafi segir Victor Gabrielle að hann viti um framhjáhaldið og tekur hann svartan poka út úr skápnum. Þegar Gabrielle óttast um að pokinn innihaldi byssu lemur hún hann í hausinn með ár, sem veldur því að hann dettur út fyrir. Hún hittir Carlos í landi og þau komast að því að það var alls ekki byssa í pokanum, aðeins peysa. Þau fara aftur út á sjó og finna Victor og draga hann aftur um borð. Victor og Carlos fara að slást. Þegar Victor er við það að drepa Carlos með hníf lemur Gabrielle Victor aftur út fyrir með árinni. Í þetta sinn finnst Victor ekki. Gabrielle og Carlos áætla að Victor sé daínn og koma aftur í land og senda bátinn aftur út á sjó á sjálfstýringunni og reyna að láta dauða Victors líta út fyrir að vera slys — og að þau hafi ekki komið nálægt honum. Tveir rannsóknarlögreglumenn koma að húsi Gabrielle og spyrja hana um hvar Victor sé að finna og á eftir fylgir samtal með Carlos og símtal frá Edie og finnst Victor lifandi, ómeðvitundarlaus á ströndinni og er farið með hann á spítala. Gabrielle skilur Carlos eftir heima og fer á spítalann og segja rannsóknarlögreglumennirnir að Victor muni ekki neitt. En eftir að mennirnir fara segir Victor að hann muni allt, en hann segir ekki hvað hann muni gera við upplýsingarnar. Hann er að lokum drepinn af grindverki sem stingst í gegnum magann á honum á meðan fellibylnum stendur. Gabrielle kemst að því í útför Victors að hún fá ekki krónu af peningunum hans vegna þess að hann vissi af framhjáhaldinu. Eftir að verða blindur og missa alla peningana sína í útlenda bankanum segir Carlos Gaby ekki frá blindunni, fyrr eftir að hún heyrði það frá Edie.

Saga Edie[breyta | breyta frumkóða]

Edie Britt sást síðast þegar hún var að hengja sig eftir að Carlos hætti með henni. En það kemur fram að Edie var aðeins að þykjast hengja sig til þess að fá Carlos til sín aftur. Carlos finnst hann vera ábyrgur fyrir Edie og tekur hana aftur, þrátt fyrir að vera ástfanginn af Gaby. Hún kemst að leyndum auðlindum Carlos í útlendum banka og notar auðinn til þess að kúga Carlos svo hann verði lengur hjá henni. Edie fær kynsjúkdóm úr ljósabekk sem hún lætur Carlos fá, sem lætur Gabrielle fá sem að lokum smitar Victor. Edie setur brotin saman og kemst að því hvað er í gangi. Hún ræður einkaspæjara sem tekur myndir af Gaby og Carlos að kyssast. Edie sýnir Victori myndirnar og vonast til þess að hann geri Carlos eitthvað slæmt. Gaby og Edie tala saman þegar fellibylurinn gengur yfir og gjaldkerinn hans Carlos lætur Edie óvart fá upplýsingarnar um útlenda bankareikninginn, þegar hann heldur að Edie sé Gaby. Eftir ryskingar fjúka blöðin í burtu og neyðast þær báðar til þess að flýja fellibylinn og fara inn í kjallara hjá Edie þar sem þær neyðast til þess að endurmeta og laga samband sitt, sem hefur verið brothætt síðan úr síðustu þáttaröð. Seinna í þáttaröðinni kemst Edie að því að Benjamin er raunverulega sonur Austin og Danielle en ekki Bree og Orson. Eftir að Edie reynir að kúga Bree með þessum upplýsingum segir Bree hinum þremur sannleikann. Allar fjórar tala við Edie. Edie sést síðast tala við son sinn um að hún komi að heimsækja hann á Mæðradaginn og hann eigi eftir að eyða mun meiri tíma með henni héðan í frá.

Fimm ár fram í tímann[breyta | breyta frumkóða]

Í lok 4. þáttaraðar eru spóluð fimm ár fram í tímann, ar sem við sjáum Susan koma heim úr póker með stelpunum til ónafngreinds manns (leikinn af Gale Harold), sem hún kyssir, og virðist búa með. Það var ekki þekkt á þeim tíma hvað kom fyrir Mike og M.J. (áður þekktur sem Maynard).

Lynette kemur heim til Tom og sér lögreglubíl fyrir utan húsið. Lögreglumaður er að tala við Tom um að eitt barna hans hafi stolið bíl. Þegar Lynette segist ætla að tala við Porter um þetta, vegna þess að hann fór á unglingaheimili venga svona atviks, segir Tom að í þetta skiptið hafi það verið Preston.

Bree kemur heim eftir póker og Andrew tekur á móti henni og segir henni að það sé kona frá New York Time í símanum og hún vilji taka viðtal við hana (þar sem hún er frægar matreiðslubókahöfundur) og Orson Hodge kallar á hana og Bree segir Andrew að konan þurfi að taka viðtalið á morgun vegna þess að hana langi til þess að fara í freyðibað með eiginmanninum sínum.

Gabrielle fer upp lítið máluð og sér dætur sínar, Juanitu og Celiu Solis, leika sér með málningardótið hennar og kjólana.

Edie sést ekki en á þessum tíma verður hún gift og undirbýr sig að snúa aftur á Bláregnsslóð, sem verður ráðgáta fimmtu þáttaraðar.

Katherine, sem nú er sjötta aðalpersónan, kemur heim úr póker og þá eru skilaboð á símsvaranum. Skilaboðin eru frá Dylan sem var að koma frá París, sem segir móður sinni spennt frá því að kærastinn hennar hafi beðið hennar undir Eiffel-turninum.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Desperate Housewives (season 4)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt janúar 2010.