Aðþrengdar eiginkonur (5. þáttaröð)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fimmta þáttaröðin af Aðþrengdum eiginkonum fór af stað á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC þann 28. september 2008 og lauk henni 17. maí 2009. Þessi þáttaröð gerist fimm árum eftir að sú fjórða endaði og heldur áfram að fylgjast með lífum íbúanna á Bláregnsslóð, Susan Mayer, Lynette Scavo, Bree Hodge, Gabrielle Solis, Edie Britt og Katherine Mayfair, séð í gegnum augu dauðs nágranna þeirra, Mary Alice Young. Þáttaröðin snýst um þriðja eiginmann Edie, Dave Williams. Þáttaröðin fangaði athygli fjölmiðla þegar tilkynnt var um að Edie Britt, leikin af Nicollette Sheridan, myndi deyja um miðja þáttaröðina. Edie talar inn á þættina Look Into Their Eyes og You See What The Know eftir dauða hennar.

Þáttaröðin fékk minnsta áhorf sem þættirnir hafa fengið. Þátturinn Marry Me a Little fékk minnsta áhorfið með 12.3 milljónir áhorfenda. Þrátt fyrir það eru þættirnir er meðal þeirra 10 vinsælustu í Bandaríkjunum.

Framleiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Þáttaröðin, gerist á árunum 2013-2014 eftir fimm ára hoppið frá þáttaröð fjögur ef áætlað er að þættirnir hafi gerst í nútíðinni í fyrri þáttaröðum.

Upptökur hófust 7. júlí 2008 og kláruðust í mars 2009.

Það var mikið pælt í fimmtu þáttaröðinni, þar sem mikið af málum voru óleyst þegar fjórða þáttaröð endaði, svo sem brottför Edie Britt, og hvort hún myndi einhvern tímann snúa aftur eftir atburði þattarins Mother Said. Þegar það var spurt um fráhvarf Edie, sagði Marc Cherry (framleiðandi þáttanna) að „hún muni ekki koma aftur í nokkur ár“, en þá er hann að tala um fimm ára stökkið. Edie sneri aftur til Bláregnsslóðar með nýjan eiginmann, Dave, sem leikinn var af Neal McDonough, sem bættist við leikaraliðið sem einn af aðalleikurunum.

Það voru einnig uppi pælingar um það hvort að Mike Delfino myndi snúa aftur, eftir lokaatriðið í fjórðu þáttaröð, fimm árum eftir, sem sýndi Susan í örmum annars manns, Jackson (Gale Harold). Örlög Mike voru síðar tilkynnt af James Denton, sem leikur Mike, þegar hann sagði tímaritinu People að hann myndi snúa aftur sem Mike Delfino í fimmtu þáttaröðinni. Hann sagði einnig að Mike og Susan hefðu skilið.

Þann 14. október 2008, slasaðist Gale Harold illa í mótorhjólaslysi. Karakterinn hans, Jackson, leikur mikilvægt hlutverk í þættinum City on Fire þar sem hann bjargar nokkrum íbúum Bláregnsslóðar úr brennandi næturklúbbi. Cherry sagði að Harold hefði verið að leika í atriðum alla vikuna og það ætti að taka upp þetta atriði á fimmtudegi, sama dag og slysið varð. Marc Cherry sagði að þeir myndu bíða eftir úrskurði læknis áður en þær myndu ákveða framhaldið, en það þýddi samt að það þyrfti að gera einhverjar breytingar: Við vitum að við þurfum að endurskrifa nokkur atriði sagði hann.

Nicollette Sheridan hefur yfirgefið Aðþrengdar eiginkonur. Persónan hennar, Edie Britt, dó í slysi, þar sem bíllinn hennar klessti á rafmagnsstaur.

Leikaralið[breyta | breyta frumkóða]

Teri Hatcher, Felicity Huffman, Marcia Cross, Eva Longoria Parker, Nicollette Sheridan, Ricardo Anonio Chavira, Doug Savant, Kyle MacLachlan, Dana Delany, Brenda Strong og James Denton snú öll aftur í leikaraliðinu, og gengur Shawn Pyfrom til liðs við þau. Önnur viðbót er Neal Mcdonough sem Dave Williams, á meðan nýir leikarar bætast í hópinn til þess að leika Scavo-börnin, til að mynda Charlie Carver, Max Carver, Joshua Logan Moore og Kendall Applegate. Á meðal þeirra sem snúa einnig aftur eru Andrea Bowen, þrátt fyrir að vera ekki í aðalleikaraliðinu en er titluð sem sérstök gestastjarna, en Joy Lauren, Brent Kinsman og Shane Kinsman hafa ekki lengur hlutverk í þáttunum, en leika gestahlutverk.

Leikarar[breyta | breyta frumkóða]

Aukaleikarar[breyta | breyta frumkóða]

  • Charlie Carver sem Porter Scavo
  • Max Carver sem Preston Scavo
  • Joshua Logan Moore sem Parker Scavo
  • Kendall Applegate sem Penny Scavo

Gestaleikarar[breyta | breyta frumkóða]

Söguþræðir[breyta | breyta frumkóða]

Susan Meyer[breyta | breyta frumkóða]

Í byrjun þáttaraðarinnar á hún í ástarsambandi við húsmálarann sinn, Jackson Braddock, sem hún heldur leyndu fyrir öllum. Afturhvarf sýnir að hún og Mike lentu í bílslysi og Susan var heltekin af þeim sem voru í hinum bílnum og létust, sem varð til þess að hjónaband þeirra endaði. Söguþráður Susan snýst aðallega um M.J., son hennar og Mike, samband hennar við Jackson og álit hennar á samband Katherine og Mike og tilfinningalega samband Katherine og M.J. Susan byrjar í nýrri vinnu sem aðstoðar-myndmenntakennari og er kysst af samkynhneigðum yfirmanni sínum. Hún þar líka að kljást við Karl og son hans og Julie, sem á í ástarsambandi við kennarann sinn, mun eldri mann. Jackson og Susan ætla að gifta sig, svo að hann geti verið áfram í Bandaríkjunum, þar sem hann er frá Kanada og landvistarleyfið hans er runnið út. Eftir dauða Edie hefur Susan áhyggjur af Dave, og segir honum sannleikann um bílslysið. Þetta verður til þess að Dave breytir áætlunum sínum um hefnd, frá Mike, yfir á hana. Í lokaþættinum sést Dave miða á Susan og M.J. í bíl og er tilbúinn að keyra á þau, en það er einmitt það sem gerðist þegar kona hans og dóttir urðu fórnarlömb í bílslysinu sem Susan og Mike höfðu lent í. Í framtíðarsýn sést Mike giftast konu, Katherine eða Susan. Það reynist vera Susan.

Lynette Scavo[breyta | breyta frumkóða]

Strákarnir hennar Lynette sem eru með ADHD eru orðnir unglingar og mikið af söguþræði Lynette snýst um þá; sérstaklega Porter. Porter átti í ástarsambandi við Anne Schilling, og kenndi eiginmaður hennar Porter um að það kviknaði í næturklúbbnum hans. Porter flúði til Stellu sem olli Lynette áhyggjum. Lynette þarf líka að kljást við Tom, sem er að ganga í gegnum tilvistarkreppu og vill fara aftur í háskóla, stofna rokkband (með Mike, Carlos, Orson og Dave), kaupir húsbíl og dettur í þunglyndi eftir að hann neyðist til þess að selja pizzastaðinn. Lynette endaði þáttaröðina á því að halda að hún hefði fengið krabbamein aftur en hún reynist vera ólétt, af tvíburum - aftur.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Desperate Housewives (season 5)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt janúar 2010.