Fara í innihald

Aðþrengdar eiginkonur (2. þáttaröð)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Veggspjald úr þáttaröðinni

Önnur þáttaröðin af Aðþrengdum eiginkonum fór af stað á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC þann 25. september 2007 og lauk henni 21. maí 2006. Til viðbótar við þættina 23 voru tveir auka þættir: „All The Juicy Details“ (e. Öll safaríku smáatriðin) og „The More You Know, The Jucier It Gets“ (e. Því meira sem þú veist, því safaríkara verður það).

Þrátt fyrir að þættirnir hefðu enn mikið áhorf var viðhorf áhorfenda til þáttarins öðruvísi en í fyrstu seríunni.

Persónur & leikendur

[breyta | breyta frumkóða]

Með undantekningum um Rex Van de Kamp og John Rowland, voru aðalleikarar annarrar þáttaraðarinnar þeir sömu. Nýjar persónur eins og Bett, Matthew og Caleb Applewhite og nokkrir fyrrum gestaleikarar voru titlaðir sem aðalleikarar: Tom Scavo, Karl Mayerm Andrew og Danielle Van de Kamp, George Williams, og Preston, Porter og Parker Scavo.

Helstu aðalpersónur & leikendur
Teri Hatcher sem Susan Mayer
Felicity Huffman sem Lynette Scavo
Marcia Cross sem Bree Van de Kamp
Eva Longoria sem Gabrielle Solis
Nicollette Sheridan sem Edie Britt
Alfre Woodard sem Betty Applewhite
Ricardo Anotnio Chavira sem Carlos Solis
Mark Moses sem Paul Young
Andrea Bowen sem Julie Mayer
Doug Savant sem Tom Scavo
Cody Kasch sem Zach Young
Richard Burgi sem Karl Mayer
Brenda Strong sem Mary Alice Young
James Denton sem Mike Delfino
Aðrir leikarar
Shawn Pyfrom sem Andrew Van de Kamp
Joy Lauren sem Danielle Van de Kamp
Mechad Brooks sem Matthew Applewhite
Brent Kinsman sem Preston Scavo
Shane Kinsman sem Porter Scavo
Zane Huett sem Parker Scavo
NaShawn Kearse sem Caleb Applewhite (þættir 31-47)
Page Kennedy sem Caleb Applewhite (þættir 25-30)
Roger Bart sem George Williams (þættir 25-32)
Eftirtektarverðir gestaleikarar
Harriet Sansom Harris sem Felicia Tilman
Kathryn Joosten sem Karen McCluskey
Steven Culp sem Rex Van de Kamp
Jesse Metcalfe sem John Rowland
Kyle MacLachlan sem Orson Hodge
Bob Gunton sem Noah Taylor
Shirley Knight sem Phyllis Van de Kamp
Kiersten Warren sem Nora Huntington
Gwendoline Yeo sem Xiao-Mei
Pat Crawford Brown sem Ida Greenberg
Ryan Carnes sem Justin

Söguþráður

[breyta | breyta frumkóða]

Með ráðgátuna um sjálfsmorð Mary Alice svo gott sem leysta, var búin til ný dularfull persóna og nágranni, Betty Applewhite. Þessi þáttaröð snýst um Betty og húsmæðurnar sem reyna að komast að sannleikanum um skrýtnu og dularfullu hljóðin sem berast úr kjallaranum hjá henni.

Susan fann sjálfa sig flækta í frekar flóknum og stundum pirrandi ástar-aðstæðum við fyrrverandi eiginmann sinn, Karl, Mike, nýja ástarævintýrið Dr. Ron McCready, og nágrannakonuna Edie, sem innihélt það að Edie brenndi húsið hennar Susan eftir að Karl hætti með henni fyrir Susan. Susan hafnaði svo Karl til þess að geta verið með Mike, en Mike varð síðan fórnarlamb nýs vinar Susan og Bree, tannlæknisins Orsons, þegar hann keyrði á Mike þegar hann var að fara að biðja Susan en Orson flúði strax af vettvangi slyssins.

Saga Lynette

[breyta | breyta frumkóða]

Lynette berst við framann sinn í auglýsingum og vaxandi gremju Tom, eiginmanns hennar. Tom er fúll yfir því að Lynette hafi rekið hann (hún var fúl yfir því að hann hafi fest hana heima á meðan hann var að vinna). Lynette lét Tom fá starf á auglýsingastofunni sem hún vann á en þegar yfirmaður hennar neyddi hana til þess að skrifa kynlífs-skilaboð til eiginkonu hans, kenndi yfirmaður Lynette Tom um þegar konan hans trúði því ekki að hann hefði skrifað skilaboðin og krafðist hún þess að eiginmaður hennar myndi reka hvern þann sem hafði skrifað skilaboðin. Þegar yfirmaðurinn hótaði að opinbera leynilegar upplýsingar um Tom, kýldi Tom manninn, sem rotaðist, og var Tom síðan rekinn. Yfirmaður Lynette sagði henni síðar að Tom hefði upp á síðkastið farið reglulega til Atlantic City. Lynette hélt að Tom væri að halda framhjá en komst síðan að því að hann var að heimsækja barnið sitt, sem hafði komið út úr einnar nætur gamani sem hann átti áður en hann giftist Lynette. Mamma barnsins krafðist ellefu ára meðlags, sem Lynette og Tom áttu ekki fyrir. Til þess að fá hana í burtu, ákváðu þau að borga henni mikla peninga til þess að láta allar kröfurnar um meðlag hverfa. Einstæða móðirirn notaði peningana hins vegar til þess að borga af húsi nálægt Bláregnsslóð, til þess að vera nær Tom.

Bree glímir við það að vera ekkja, og eftir að hún kemst að því að George myrti Rex, hjálpar hún eki George þegar hann ætlar að fremja sjálfsmorð til þess að biðja Bree um að elska hann. Það að George hafi myrt Rex, fær Bree til þess að drekka, og notfærði sonur hennar, Andrew sér það til þess að komast fjær móður sinni (og gefur Bree honum aðgang að sjóði sem foreldrar hennar höfðu stofnað fyrir hann). Bree er miður sín að segja frá því að sonur hennar sé samkynhneigður við föður sinn og stjúpmóður og láta þau sjóðinn hverfa. Á sama tíma, hittast Bree og Justin (kærasti Andrews) og tala saman, sem lætur Bree komast að því hversu rangt hún hafði fyrir sér að líta niður á son sinn fyrir að vera samkynhneigður. Bree ætlar sér að brúa bilið á milli móður og sonar með AA leiðbeinanda/kærasta sínum, sem var óvirkur kynlífsfíkill, og tældi Andrew hann til þess að sofa hjá sér til þess að skemma fyrir móður sinni. Gerðir Andrews fá Bree til þess að skilja son sinn eftir úti á víðavangi. Andrew telur að hann "hafi unnið" og það að illu gerðir hans gegn móður sinni hafi allt verið partur af planinu til þess að fá Bree til þess að hata sig, þar sem að í huga Andrews var það betra að móðir hans hataði hann fyrir allar illu gerðir hans, en ekki bara fyrir að vera samkynhneigður. Bree svaraði með því að hún hafi aldrei hætt að elska hann skilyrðislaust upp að þessari stundu, og Bree sagði syni sínum að ef hann teldi að hún hataði hann fyrir að vera eins og hann er, þá geti hún ekki elskað hann. Eftir að Danielle hljópst á brott með kærastanaum sínum, Matthew Applewhite, skráði Bree sig inn á geðheilsu-stofnun. Þegar Bree komst að því að Matthew er morðingi, flýr Bree af stofnuninni, og kemst loksins til Daneille og bjargar henni frá Matthew á meðan hann hélt byssu við höfuðið á henni. Serían endar á því að Bree þyggur blóm frá Orson Hodge og býður honum inn.

Saga Gabrielle

[breyta | breyta frumkóða]

Gabrielle rekur ástmann/garðyrkjumanninn sinn og ætlar að ætlar sér að bjarga hjónabandinu, eftir að hafa rekist á Caleb Applewhite sem varð til þess að hún missti ófætt barn sitt. Á meðan var eiginmaður hennar Carlos sýknaður af öllum sökum með hjálp frá mjög aðlaðandi nunnu, sem tælir Carlos þegar Gabrielle sér ekki til. Til þess að ná sáttum við Carlos fyrir að hafa sofið hjá öðrum mannim leyfir Gabrielle Carlos að sofa einu sinni hjá einhverri konu sem hann vill. Eftir að hafa mistekist að tæla Lynette, endaði Carlos á því að sofa hjá ráðskonunni, Xiao-Mei, sem var staðgöngumóðir þeirra hjóna svo hún yrði ekki flutt úr landi. Í enda seríunnar kemst Gabrielle loksins að því að þau voru að sofa saman og hendir Carlos út úr húsinu á meðan hún krefst þess að þernan haldi áfram að vinna fyrir hana þangað til barnið fæðist.

Edie byrjar með fyrrverandi eiginmanni Susan, Karl. Húsið hennar er loksins endurbyggt eftir að Susan kveikti óvart í því. Edie og Susan halda áfram að vera illa við hvor aðra og verður Susan afbrýðissöm þegar Julie og Edia byrja að vera vinkonur. Karl flytur inn til Edie en gerir það skýrt að hann elski Susan og muni enda sambandið við Edie ef Susan vildi hann aftur. Susan hafnar Karl og að lokum biður hann Edie og hún játast honum. Karl skiptir um skoðun og slítur trúlofuninni en samt ekki fyrr en eftir að hann sefur hjá Susan. Þegar Edie kemst að því geldur hún greiðann og kveikir í húsinu hennar Susan. Susan reynir að fá Edie til þess að játa glæpinn þegar Susan er með falinn upptökubúnað. Edie fattar það og eltir Susan og nær upptökunni en síðan hrasar hún og dettur undir býflugnabú. Edie berst við flugurnar og á meðan horfir Susan á. Susan heimsækir Edie á spítalann og reynir að semja við hana en Edie neitar og segir henni að hún sé alltaf hjálparvana og það sé þess vegna sem fólk hjálpar henni, ekki vegna þess að það elskar hana.

Betty Applewhite (Alfre Woodard) flytur til Bláregnsslóðar með sonum sínum Matthew og Caleb og sínum eigin leyndarmálum. Fjölskyldan hadði flúið til Fairview þegar Caleb var sakaður um morðið á kærustu Matthews og hélt hún Caleb fanga í kjallaranum. Þrátt fyrir að Betty hafi bannað fjölskyldu sinni að hafa einhver samskipti við nágrannana, verður það erfitt þegar Caleb sleppur úr kjallaranum og brýst inn í hús Gabrielle, sem varð til þess að henni brá og datt niður stigann. Matthew byrjaði með Danielle, dóttur Bree. Á endanum komst Betty að því að það var Matthew en ekki Caleb sem hafði drepið fyrrverandi kærustu Matthews. En þegar hún hafði komist að sannleikanum var Danielle flúin með Matthew og sú kveðja sem Danielle skildi eftir fyrir Bree varð til þess að Bree skráði sig inn á geðheimili. Þegar Betty náði í Bree og sagði henni að Danielle væri í hættu, flúði hún af heimilinu og náði í þau bæði. Bree sagði Danielle sannleikann um Matthew en dóttir hennar neitaði að trúa henni. Þegar Bree ætlaði að stöðva þau að fara dró Matthew upp byssu og hótði að skjóta hana. Þrátt fyrir sjokk Danielle, reyndi hann að fara en var skotinn af skyttu á vegum lögreglunnar. Þegar morðóði sonurinn var dáinn tók Betty Caleb og yfirgaf Bláregnsslóð.

Saga Mary Alice

[breyta | breyta frumkóða]

Ekkill Mary Alice, Pal, kom til Bláregnsslóðar til þess að finna son sinn Zach, og til að sættast við það að Mike var líffræðilegur faðir Zach. Til að flækja málin sneri Felicia Tilman (Harriet Sansom Harris) aftur, systir Mörthu Huber. Felicia varaði Noah Taylor, föður Deirdre, við tilveru Zach og ákvað Noah að eftirláta Zach veldi sitt. Felicia var reið við Mike að hafa ekki drepið Paul og byrjaði að skera af sér nokkra putta og taka nóg blóð úr líkama sínum til þess að sviðsetja blóðugt morð og ramma til þess að Paul hafi drepið Feliciu. Úr fangelsinu bað Paul Zach um að biðja Noah um peninga svo það væri hægt að verja hann. Noah neitaði því og sagði Zach vera veikan, og sagði að hann ætti ekki lengur skilið að erfa veldið sitt og ætlaði að breyta erfðaskránni sinni. Með hvatningu Noah, slökkti Zach á tækinu sem hafði haldið Noah lifandi og erfði Zach allt veldi afa síns. Þegar hann áttaði sig á nýjum auði sínum, endaði Zach þáttaröðina á því að segja „föður“ sínum (sem hafði logið að honum varðandi morðið á frú Huber) að hann gæti ekki heimsótt hann í fangelsið í nokkurn tíma og biður aðstoðarmann Noah að kaupa nýjan farsíma svo að faðir hans gæti ekki náð í hann, greinilega búinn að ná sér í skapið til þess að reka stórveldið.

Fyrirmynd greinarinnar var „Desperate Housewives (season 2)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt júní 2009.