1795
Útlit
Ár |
Áratugir |
1791–1800 – 1801–1810 – |
Aldir |
18. öldin – 19. öldin – |
Árið 1795 (MDCCXCV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Almenna bænaskáin, undirrituð af flestum sýslumönnum og próföstum landsins, lögð fram á Alþingi til að mótmæla ófremdarástandi í verslunarmálum.
- Bændur í Hafnarfirði kærðu danska kaupmenn fyrir of hátt verð á innfluttum vörum.
Fædd
- 23. desember - Rósa Guðmundsdóttir (Vatnsenda-Rósa), skáld (d. 1855).
Dáin
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 14. janúar - Norður-Karólínuháskóli í Chapel Hill tók til starfa, elsti ríkisháskóli Bandaríkjanna.
- 19. janúar - Hollenska lýðveldið leið undir lok þegar bylting var gerð í Amsterdam.
- 5. apríl - Frönsku byltingarstríðin: Frakkland og Prússland skrifuðu undir friðarsamning.
- 7. apríl - Metrakerfið var tekið upp í Frakklandi.
- 1. maí - Konungsdæmi Havaí var stofnað .
- 5. - 7. júní: Bruni í Kaupmannahöfn; 941 hús eyðilagðist.
- 8. júní - Loðvík 17. erfingi frönsku krúnunnar lést í haldi byltingarmanna, 10 ára gamall.
- 22. júlí - Spánn og Frakkland skrifuðu undir friðarsamning. Spánn lét af hendi helming eyjunnar Hispaníóla.
- 24. október - Pólsk-litáíska samveldið var lagt niður. Póllandi var skipt niður á milli Habrborgara, Prússlands og Rússneska keisaradæmisins.
- Borgin Edmonton var stofnuð í Kanada sem virki fyrir Hudsonflóa-félagið.
- Breski flotinn hóf að nota sítrónusafa gegn skyrbjúgi.
Fædd
- 2. nóvember - James K. Polk, Bandaríkjaforseti (d. 1849).
Dáin
- 8. júní - Loðvík 17., Frakkakonungur (f. 1785).