1452
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1452 (MCDLII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Gottskálk Hólabiskup heimilaði Einari Ísleifssyni ábóta í Munkaþverárklaustri að selja Gásir til Möðruvallaklausturs og mun verslunarstaðurinn þá hafa verið aflagður.
- Þrettán manna hópur á ferð um Sölvamannagötur á Laxárdalsheiði lenti í miklu óveðri og hrakningum. Einn úr hópnum var Einar Þorleifsson hirðstjóri, sem komst lifandi að Stað í Hrútafirði en dó þar.
- Páfi bannfærði Marcellus Skálholtsbiskup.
Fædd
Dáin
- Einar Þorleifsson hirðstjóri varð úti á Laxárdalsheiði.
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- Mars - Friðrik 3. var krýndur keisari hins Heilaga rómverska ríkis í Rómarborg og var síðasti keisarinn sem þar var krýndur.
- Mikið eldgos í eldfjallinu Kuwae á Vanúatú í Kyrrahafi olli kólnun loftslags um allan heim.
- Stríð stóð yfir milli Svía og Dana á Skáni. Allmargar orrustur voru háðar og veitti Svíum undir forystu Karls Knútssonar Bonde yfirleitt betur.
Fædd
- 6. febrúar - Jóhanna, krónprinsessa af Portúgal (d. 1490).
- 10. mars - Ferdinand 2. af Aragon (d. 1516).
- 15. apríl - Leonardo da Vinci, ítalskur listamaður og uppfinningamaður (d. 1519).
- 10. júlí - Jakob 3., Skotakonungur (d. 1488).
- 27. júlí - Ludovico Sforza hertogi af Mílanó (d. 1508).
- 21. september - Girolamo Savonarola, ítalskur munkur og umbótamaður í Flórens, brenndur á báli, (d. 1498).
- 2. október - Ríkharður 3. Englandskonungur (d. 1485).
Dáin