Fara í innihald

Laxárdalsheiði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Laxárdalsheiði eða Laxárdalsvegur nr. 59 er fjallvegur og heiði milli Búðardals og Borðeyrar. Heiðin er hæst um 150 m. og flatlend og þar er mikið af vötnum. Stærsta vatnið á heiðinni er Laxárvatn. Tvær Laxár falla af heiðinni, önnur í Hvammsfjörð og hin í Hrútafjörð. Gamall heiðarvegur, Sölvamannagötur lá upp á heiðina frá botni Hrútafjarðar.