1294
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1294 (MCCXCIV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Jarðskjálfti á Suðurlandi og féllu bæir á Rangárvöllum og Rangá breytti um farveg.
- Réttarbót Eiríks konungs, viðauki við Jónsbók, var gefin út í um 50 greinum.
- Haukur Erlendsson varð lögmaður sunnan og austan.
- Skipið Kjölurinn fórst við Mýrar. Átta menn drukknuðu.
- Lárentíus Kálfsson fór til Noregs og var í þjónustu Jörundar erkibiskups næstu árin.
Fædd
Dáin
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 5. júlí - Selestínus V (Pietro del Murrone) var valinn páfi, þvert gegn vilja sínum.
- 13. desember - Selestínus V sagði af sér páfaembættinu.
- 24. desember - Bónifasíus VIII var kjörinn páfi.
- Filippus 3. Frakkakonungur kvaddi Játvarð 1. Englandskonung á fund sinn í París sem lénsmann sinn. Játvarður neitaði að mæta og varð af því stríð milli ríkjanna.
- Péturskirkjan í München var vígð.
Fædd
Dáin
- 18. febrúar - Kúblaí Kan, keisari Mongólaveldisins (f. 1215).
- Roger Bacon, enskur vísindamaður og heimspekingur.