1253
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1253 (MCCLIII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Júlí - Alþingi gerir samþykkt um að þar sem guðs lög og landslög greinir á skuli guðs lög ráða.
- Júlí - Teitur Einarsson varð lögsögumaður.
- 22. október - Flugumýrarbrenna: Óvinir Gissurar Þorvaldssonar reyndu að brenna hann inni í brúðkaupi Halls, sonar hans og Ingibjargar, dóttur Sturlu Þórðarsonar.
- Eyjólfur Brandsson fékk forræði Munkaþverárklausturs og var vígður árið eftir. Hann reyndi að bera sáttaorð á milli Gissurar Þorvaldssonar og brennumanna.
Fædd
Dáin
- 22. október: Gróa Álfsdóttir, kona Gissurar Þorvaldssonar, og Hallur, Ísleifur og Ketilbjörn Gissurarsynir.
- Þórarinn Sveinsson, ábóti í Þingeyraklaustri.
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- Mindaugas stórhertogi af Litháen lét krýna sig konung landsins og er hann eini konungur Litháen nokkru sinni.
- Hinrik 3. Englandskonungur staðfesti við enska aðalsmenn og kirkjuleiðtoga að Magna Carta væri í fullu gildi.
- Mongólaveldið réðist á Bagdad og Kaíró.
- Matthew Paris skrifaði Historia Anglorum, sagnfræðirit um enska sögu.
Fædd
Dáin
- 8. júlí - Teóbald 4. af Champagne (f. 1201).
- 23. september - Venseslás 1., konungur Bæheims.
- Hinrik 1., konungur Kýpur (f. 1217).