Fara í innihald

.is

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

.is er höfuðlén og þjóðarlén (ccTLD) Íslands. Internet á Íslandi hf. (ISNIC) hefur yfirumsjón með skráningum og rekstri höfuðnafnaþjóna léna undir því. Tilurð ISNIC og tilurð Internetsins sem slíks á Íslandi er samofin. Internet á Íslandi hf. (ISNIC) var stofnað 1995 til að halda utan um reksturinn á íslenska hluta Internetsins (ISnet). ISNIC var reist á grunni tveggja félagasamtaka; SURIS (Samtök um upplýsinganet rannsóknaraðila á Íslandi) og ICEUUG (Icelandic Unix Users Group) sem höfðu rekið ISnet frá því það var sett á laggirnar 1986. Fyrsta nettengingin var við evrópska EUnet-netið að tilstuðlan starfsmanna Háskóla Íslands og Hafrannsóknarstofnunar. Fyrstu .is-lénin voru hafro.is, hi.is og os.is (Orkustofnun). Fyrstu starfsmenn ISNIC voru Helgi Jónsson, sem einnig var framkvæmdastjóri félagsins til ársins 2007, og Maríus Ólafsson MSc. stærðfræðingur, sem er net- og gæðastjóri ISNIC. ISNIC var fyrsti íslenski aðilinn sem gerðist félagi í RIPE (Samtök netþjónustuaðila í Evrópu) og fékk fyrst íslenskra aðila úthlutað IP-tölu (130.208.0.0/16) og AS-númerinu 1850 (Autonomous System Number). Höfuðlénið .is var skráð hjá IANA 18. nóvember 1987 og verður því 25 ára undir lok árs 2012. Elsta íslenska lénið er hins vegar hi.is, þar var skráð ári fyrr eða 11. desember 1986.

Ekkert stofngjald er á .is-lénum. Árgjald, sem greitt er fyrir fram, er kr. 6.293 ISK m. virðisaukaskatti er fyrir rekstur og umsjón lénsins í eitt ár í senn.

  Þessi tölvunarfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.