Fara í innihald

Astrakhan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá А́страхань)

Astrakan (rússneska: А́страхань, Astrakhanj; tatarska: Ästerxan; persneska: حاجی‌ترخان Haji-Tarkhan) er borg í suðurhluta evrópska Rússlands. Borgin stendur við ósa Volgu þar sem hún rennur út í Kaspíahaf. Íbúafjöldi er um hálf milljón.

Borgin stendur í frjósömum árósum Volgu þar sem mikið er um styrju og framandi jurtir. Nálægt þessum stað stóðu höfuðborgir Astrakankanatsins Xacitarxan og ríkis Kasara, Atil, á miðöldum. 1556 lagði Ívan grimmi kanatið undir sig og reisti nýtt hallarvirki (kreml) á brattri hæð með útsýni yfir Volgu. Á 17. öld var borgin hlið Rússlands að Austurlöndum og kaupmenn frá Armeníu, Persíu, Indlandi og Kívakanatinu settust þar að.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.