Grimmsbræður
Útlit
(Endurbeint frá Grimmbræður)
Grimmsbræður (þýska Brüder Grimm) voru bræðurnir Jacob Grimm (1785-1863) og Wilhelm Grimm (1786-1859). Þeir voru þýskir málvísindamenn sem þó eru langþekktastir fyrir útgáfu sína á þjóðsögum sem þeir söfnuðu við rannsóknir sínar á hljóðbreytingum í germönskum málum. Þjóðsagnaútgáfa þeirra varð fyrirmynd að hliðstæðum útgáfum um allan heim, meðal annars Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Slík útgáfa varð snar þáttur í þjóðernisrómantík í Evrópu á 19. öld. Dæmi um þeirra ævintýri eru: Mjallhvít, Þyrnirós og Öskubuska.
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Grimmsbræðrum.