Spjall:Þjóðfræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Þetta er bara eiginlega allt rangt.

geturðu útlistað nánar? --Akigka 12:22, 28 janúar 2007 (UTC)
Þarna stóð að þjóðfræði væri mannfræðigrein, hún er það ekki þó að mannfræðin sé systurgrein, það stóð að þjóðfræði rannsakaði þjóðmenningu sem er í besta falli takmarkaður skilningur á þjóðfræði. Í þriðja lagi stóð að þeir sem hefðu háskólapróf í þjóðfræði væru þjóðfræðingar en það engin regla eða viðmið. Sumir telja að menn ættu ekki að kalla sig þjóðfræðinga fyrr en þeir hafi lokið meistaranámi í greininni en það er líka rík hefð fyrir því að greinin sé opin fólki sem ekki er með gráðu í henni. Mig minnir til dæmis að Árni Björnsson hafi enga gráðu í þjóðfræði þó hann teljist til þjóðfræðinga (kallar sjálfan sig yfirleitt þjóðháttafræðing). Þarna undir eru einhverjir erlendir titlar þar sem þjóðfræði er þýtt sem etnólógía en það er bara oft vitlaust, á sumum tungumálum er etnólógía mannfræði (hugsanlega skýrir það rangfærsluna um að þjóðfræði sé mannfræðigrein). Þjóðfræði er ekki bara það sem er kallað ethnology á ensku heldur líka það sem er kallað folklore eða folkloristics. Sumstaðar er þjóðfræði jafnvel kölluð menningarfræði. Það eru ekki skýrar línur í þessu.Óli Gneisti 20:24, 2 maí 2007 (UTC)
Mér finnst þetta nú vera óskup léttvægt - þ.e. hvenær einhver kallar sig þjóðfræðing og hvenær ekki, satt best að segja og varla takmarkaður skilningur að þjóðfræði rannsaki þjóðmenningu - alltof víðtækt raunar ef eitthvað er. Svo eru áhöld um það hvort þjóðfræði er ethnology, folklore eða folkloristics á ensku - síðast þegar ég vissi alla vega. Greinin er hins vegar ágæt eins og hún er núna og breytingin til mikilla bóta, enda þótt iw-tengillinn á ensku greinina vísi ekki á grein um akademíska fræðigrein heldur það sem kallað hefur verið "alþýðufræði" eða eitthvað slíkt á íslensku. --Akigka 20:44, 2 maí 2007 (UTC)
Þér finnst þetta kannski léttvægt en ég er meistaranemi í þjóðfræði og þykir betra að ekki sé farið með rangt mál þegar fjallað er um fræðigrein mína. Ég lagaði tenginguna á ensku og setti yfir á folkloristics (þó það sé reyndar ákaflega sjaldan notað). Folklore kalla þjóðfræðingar þjóðfræðiefni en alþýðufræði er mun takmarkaðra. Þjóðfræði á Íslandi er þýðing á folklore, folkloristics og ethnology (ethnology er hins vegar stundum mannfræði og þá þarf bara einhver sem þekkir til að skilja á milli). Þegar ég segi að það að þjóðfræði fjalli um þjóðmenningu lýsi takmörkuðum skilningi á greininni þá ég við að fyrir 100 árum hefði þetta hugsanlega verið rétt en ekki í dag.Óli Gneisti 21:03, 2 maí 2007 (UTC)
Það er rétt hjá þér að greinin var mjög takmörkuð (eins og raunar margar greinar hér um fræðigreinar) og breytingarnar þínar til mikilla bóta. Ég vona að þú sjáir þér fært að bæta enn frekar við wikipediu um þjóðfræði og tengd efni. Ekki veitir af... :) og afsakaðu nöldrið. --Akigka 21:24, 2 maí 2007 (UTC)